Íslenskur landsliðsmaður rændur

Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson, Ólafur Ingi Skúlason og Kári …
Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson, Ólafur Ingi Skúlason og Kári Árnason fagna sigri í Tyrklandi í undankeppni HM. AFP

Íslenskur landsliðsmaður í knattspyrnu segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum með rafmyntina Bitcoin í færslu á samskiptamiðlum. 

Ólafur Ingi Skúlason, atvinnumaður í Tyrklandi og landsliðsmaður, setti inn færslu á Twitter þar sem hann greindi frá því að hann hefði keypt Bitcoin. Var það stutt gaman að hans sögn því inneignin hvarf skömmu síðar og getur hann því ekki dregið aðra ályktun en þá að einhver tölvuþrjótur hafi hakkað sig inn og hnuplað inneigninni. 

Helgi Valur Daníelsson gamall samherji Ólafs úr Fylki og landsliðinu tekur til máls í ummælunum undir færslunni og ætlar að liðsinna Ólafi. Málflutningur Helga virðist vera fyrir lengra komna. 

Ummælin við færslu Ólafs.
Ummælin við færslu Ólafs. Twitter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert