Ef ekkert óvænt kemur upp á eru 21 af þeim 29 leikmönnum sem Heimir Hallgrímsson valdi í gær á leið á HM í Rússlandi. Landsliðsþjálfarinn tilkynnti þá hvaða leikmenn færu með til Bandaríkjanna í síðustu tvo vináttulandsleiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu áður en sjálfur HM-hópurinn verður valinn.
Ísland mætir Mexíkó 23. mars og Perú 27. mars, landsliðum sem bæði verða á HM og eru fyrir ofan Ísland á styrkleikalista FIFA. Valið á HM-hópnum verður tilkynnt hinn 11. maí. Alls verða 23 leikmenn í þeim hópi, en 12 leikmenn valdir á sérstakan varamannalista sem hægt verður að nota til að breyta hópnum fram til 4. júní. Eftir það má aðeins breyta hópnum vegna meiðsla.
Ef við gefum okkur það að Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason, sem ekki fara til Bandaríkjanna vegna meiðsla, verði í HM-hópnum er ljóst að átta af þeim sem fara í þessa ferð munu ekki komast með til Rússlands.
Sjá fréttaskýringuna um landsliðsmálin í heild á forsíðu íþróttablaðs Morgunblaðsins í dag.