Eitt sterkasta lið sem hefur komið hingað

Eyjólfur Sverrisson
Eyjólfur Sverrisson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyj­ólf­ur Sverris­son ræddi við mbl.is eft­ir 7:2-tap læri­sveina hans í U21 árs landsliðinu í fót­bolta á móti Spáni á Fylk­is­vell­in­um í kvöld í loka­leik liðsins í undan­keppni EM. Hann hrósaði spænska liðinu í leiks­lok. 

„Við vor­um að spila á móti einu sterk­asta liði sem hef­ur komið til Íslands. Fabi­án Ruiz var t.d. í byrj­un­arliði Na­poli á móti Li­verpool í Meist­ara­deild­inni. Við viss­um að þetta væri gríðarlega öfl­ugt lið og þeir eru flest­ir eldri en okk­ar leik­menn.

Þetta er kennslu­bók­ar­dæmi um hvernig við get­um bætt varn­ar­leik­inn og hvernig við vilj­um ekki spila á móti svona sterku liði. Við eig­um að loka hjá haf­sent og bakverði og ekki að hleypa þeim út, ekki leyfa þeim að fara inn í.“

Eyj­ólf­ur var nokkuð sátt­ur við sókn­ar­leik sinna manna, en margt mátti bet­ur fara í varn­ar­leikn­um, eins og sjö mörk and­stæðing­anna gefa til kynna. 

„Við átt­um nokkra sókn­ar­til­b­urði sem voru fín­ir en það þarf að vinna vel í varn­ar­leikn­um, við hefðum getað spilað hann mikið bet­ur. Færsl­urn­ar voru ekki nógu góðar. Við töluðum um að hleypa þeim ekki upp á miðjuna en við fáum fyrstu fjög­ur mörk­in á okk­ur þannig. Við breytt­um í seinni hálfleik en þá fóru þeir að skora fyr­ir utan. Þetta var mjög erfitt.“

Hann er nokkuð ánægður með undan­keppn­ina í heild sinni og þá sér­stak­lega sókn­ar­leik­inn í henni. 

„Hún er búin að vera nokkuð góð. Það var mest svekkj­andi að tapa fyr­ir Alban­íu hérna heima, 3:2. Við höf­um verið að skora mikið og verið sterk­ir í sókn en ekki nógu öfl­ug­ir í vörn. Við erum bún­ir að vera að spila á ungu liði og 80% af liðinu er gjald­gengt í næsta landslið. Það seg­ir líka sög­una,“ sagði hann. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert