Heimir kynntur með húh-myndskeiði

Heimir Hallgrímsson er að taka við Al Arabi í Katar …
Heimir Hallgrímsson er að taka við Al Arabi í Katar eftir frábæran árangur sem landsliðsþjálfari Íslands. mbl.is/Eggert

Kat­arska knatt­spyrnu­fé­lagið Al Ar­abi kynnti nú í morg­un Heimi Hall­gríms­son sem nýj­an þjálf­ara liðsins með flottu mynd­skeiði á Twitter-síðu sinni. 

Heim­ir verður form­lega kynnt­ur á fjöl­miðlafundi í há­deg­inu á morg­un, að því er fram kem­ur í miðlum í Kat­ar. Þar ætti þá að koma fram til hve langs tíma samn­ing­ur­inn er. RÚV grein­ir frá því að samn­ing­ur­inn gildi í tvö og hálft ár, og að starfslið Heim­is verði að mestu skipað Spán­verj­um en að Bjarki Már Ólafs­son, 24 ára gam­all Seltirn­ing­ur sem meðal an­an­rs hef­ur verið yfirþjálf­ari yngri flokka hjá Gróttu, muni aðstoða Heimi.

Heim­ir kom til Kat­ar fyr­ir helgi og sá 3:0-sig­ur Al Ar­abi gegn Umm Salal. Liðið er í 6. sæti efstu deild­ar í Kat­ar, hinni svo­kölluðu stjörnu­deild.

Al Ar­abi verður fyrsta liðið sem Heim­ir stýr­ir utan Íslands en hann hef­ur á sín­um ferli þjálfað kvennalið Hatt­ar, kvenna- og karlalið ÍBV, og ís­lenska karla­landsliðið. Und­ir stjórn Heim­is og Lars Lag­er­bäck komst Ísland í fyrsta sinn í loka­keppni stór­móts, á EM 2016, og Heim­ir stýrði svo ís­lenska liðinu á sitt fyrsta heims­meist­ara­mót. Eft­ir HM í sum­ar ákvað hann að hætta sem landsliðsþjálf­ari, og kvaðst þá í sam­tali við mbl.is vilja fara til ensku­mæl­andi lands, en sagði jafn­framt að fót­bolta­heim­ur­inn væri risa­stór og mikl­ar fram­far­ir í öðrum lönd­um en Íslend­ing­ar væru van­ir að horfa til.

Hatem Almoa­dab hef­ur þjálfað Al Ar­abi und­an­farið en var ráðinn tíma­bundið þegar Króat­inn Luka Bonacic var rek­inn í októ­ber. Heim­ir fet­ar jafn­framt í fót­spor þjálf­ara og áður þekktra knatt­spyrnu­manna á borð við Ítal­ann Gi­an­franco Zola, sem stýrði liðinu 2015-2016, og Rúm­en­ann Dan Petrescu sem stýrði því í hálft ár árið 2014.

Þekkt­ir leik­menn spila í katörsku úr­vals­deild­inni, þó flest­ir séu þeir komn­ir af létt­asta skeiði. Fé­lög í deild­inni mega hafa fjóra er­lenda at­vinnu­menn hvert í sín­um röðum, og þar af verður þá einn að vera frá Asíuþjóð. Al Ar­abi er í dag með Bras­il­íu­menn­ina Diego Jardel og Mail­son í sín­um röðum, Kól­umb­íu­mann­inn Franco Arizala og íraska landsliðsmann­inn Ahmad Ibra­him Khalaf. Af þekkt­ustu leik­mönn­um deild­ar­inn­ar næg­ir að nefna Spán­verj­ana Xavi og Gabi, Hol­lend­ing­ana Nig­el de Jong og Wesley Sneijder, og Kam­erún­ann Samu­el Et­o'o.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert