Íþróttamaður ársins, Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu, lýsir opinberlega yfir stuðningi við Guðna Bergsson á Twitter í dag.
Sara segir Guðna hafa sýnt kvennalandsliðinu mikinn stuðning í formannstíð sinni hjá KSÍ. Gagnrýnir hún Geir harkalega því hún segir hann hvorki hafa haft áhuga á kvennalandsliðinu né tíma fyrir það á árunum á undan.
Dagný Brynjarsdóttir tísti á svipuðum nótum í gær og fremstu knattspyrnukonur landsins eru því að blanda sér í formannsslaginn hjá KSÍ.
Guðni er Topp maður ! Búin að sýna okkur stelpunum í landsliðinu mikinn stuðning síðan hann tók við ! Get ekki sagt það sama gagnvart Geir, hafði lítinn sem engan áhuga eða tíma fyrir kvennalandsliðið á þeim tíma ! #KSIformadur
— Sara Björk (@sarabjork18) February 7, 2019
Þau 8 ár sem èg spilaði með A-landsliði kvenna var Guðni í töluvert meiri samskiptum við kvennaliðið. Geir virtist of upptekinn fyrir eitthvað annað öll 7 árin á undan. Guðni líka góð manneskja, splæsti á ólèttu mig á Lemon þegar posarnir lágu niðri!👌🏼 #KSIformadur
— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) February 6, 2019