Viðvörunarbjöllurnar hringja

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eina mark Íslands í gær.
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eina mark Íslands í gær. Ljósmynd/Pavel Jirik

Óhætt er að segja án þess að taka stórt upp í sig að frammistaða íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Skotum í Algarve-bikarnum í Portúgal í gær hafi ekki verið neitt sérstök. Skotar unnu afar öruggan sigur, 4:1, og hann hefði jafnvel getað verið stærri miðað við gang mála en skoska liðið var mun betri aðilinn megnið af leiktímanum.

Það er áhyggjuefni að íslenska liðið skuli vera að dragast aftur úr Skotum, eins og þessi leikur bar vitni um. Skoska liðið var einfaldlega betra, samstilltara, kraftmeira og miklu öruggara með boltann en það íslenska. Miðað við leiki Íslands og Skotlands undanfarin ár, þar sem Ísland hefur frekar haft yfirhöndina, þá hlýtur það að hringja viðvörunarbjöllum þegar þær skosku vinna jafn auðveldan sigur og raun bar vitni í gær. Jafnvel þó þær séu að búa sig undir HM í sumar en íslenska liðið sé að búa sig undir undankeppni EM sem hefst í haust. Það á ekki að afsaka þann mun sem var á þessum tveimur liðum í gær.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert