Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands sem eigast við í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti þetta í samtali við vefsíðuna fótbolti.net í morgun.
Tyrkir tróna á toppi riðilsins með 9 stig eða fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Íslendingar og heimsmeistarar Frakka eru með 6 stig. Frakkar sækja Andorra heim í kvöld.
👀 Það er uppselt á leik Íslands og Tyrklands í dag!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2019
☀️ Það er bongó! Mætum snemma á völlinn og hvetjum strákana til sigurs!
⚽️ Förum saman á EM 2020!#fyririsland pic.twitter.com/yWSSX9o4e6