Uppselt á leik Íslands og Tyrklands

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins fagna markinu gegn Albaínu á laugardaginn.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins fagna markinu gegn Albaínu á laugardaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands sem eigast við í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti þetta í samtali við vefsíðuna fótbolti.net í morgun.

Tyrkir tróna á toppi riðilsins með 9 stig eða fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Íslendingar og heimsmeistarar Frakka eru með 6 stig.  Frakkar sækja Andorra heim í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert