„Lykilatriði að vinna heimaleikina“

Jón Þór Hauksson ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur …
Jón Þór Hauksson ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur þegar úrslitin lágu fyrir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauks­son, landsliðsþjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu, var ánægður með ís­lenska liðið í síðari hálfleik í kvöld þegar Ísland vann Ung­verja­land 4:1 í fyrsta leik sín­um í undan­keppni EM. Leik­ur­inn var fyrsti móts­leik­ur Jóns sem landsliðsþjálf­ari. 

Hvernig var upp­lif­un­in? „Þetta var smá rúss­íbani. Við byrjuðum frá­bær­lega og skoruðum tvö mörk á fyrstu tíu mín­út­un­um en annað var dæmt af. Byrj­un­in var virki­lega öfl­ug hjá okk­ur og þá fannst mér við gera þá hluti sem við höfðum und­ir­búið mjög vel. Síðan dutt­um við niður og leik­menn urðu aðeins værukær­ar. Við hætt­um að gera þá hluti sem höfðu virkað. Þess í stað fór­um við að gera hluti sem við vilj­um ekki gera. Fyr­ir vikið hleypt­um við þeim inn í leik­inn sem var al­ger óþarfi. Staðan var því 1:1 í hálfleik en mér fannst stelp­urn­ar svara því frá­bær­lega í síðari hálfleik. Ég er í skýj­un­um með karakt­er­inn og liðsheild­ina í síðari hálfleik. Inn­koma vara­mann­anna var virki­lega sterk sem er nokkuð sem skipt­ir okk­ur gríðarlega miklu máli. Þær sem komu inn á höfðu áhrif á liðið, lögðu upp mörk, komu sér í færi og tóku menn á í stöðunni einn á móti ein­um. Ég er mjög ánægður með mjög margt í þess­um leik og fyrst og fremst úr­slit­in,“ sagði Jón og tók und­ir það að 4:1 sig­ur sé fín byrj­un á nýrri keppni. 

„Al­ger­lega. Við erum komn­ir með þrjú stig og unn­um á heima­velli. Við ætl­um okk­ur að gera heima­völl­inn að vígi og höf­um rætt um það að lyk­il­atriði sé að vinna heima­leik­ina til að kom­ast áfram í keppn­inni. Við gerðum það í kvöld og tök­um það með okk­ur.“

Spurður um hvort hann hafi verið stressaður á hliðarlín­unni í frum­raun sinni sem landsliðsþjálf­ari í stór­keppni sagðist Jón Þór hafa verið furðu ró­leg­ur. „Nei ég var ótrú­lega ró­leg­ur. Ég var hins veg­ar ekki sátt­ur við þenn­an slaka kafla okk­ar í fyrri hálfleik og fannst það óþarfi. Við fór­um aðeins yfir það í hálfleik og það skilaði sér mjög vel í seinni hálfleik,“ sagði Jón Þór í sam­tali við mbl.is á Laug­ar­dals­velli. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert