Við snérum blaðinu við í seinni

Sara Björk Gunnarsdóttir með fyrirgjöf í kvöld.
Sara Björk Gunnarsdóttir með fyrirgjöf í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér líður vel með að hafa unnið en við erum með í hausn­um að það er margt sem þarf að bæta. Að sama skapi eru já­kvæðir kafl­ar sem við þurf­um að taka með í næsta leik," sagði Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, landsliðsfyr­irliði við mbl.is í kvöld. 

Ísland vann 4:1-sig­ur á Ung­verjalandi í fyrsta leik liðsins í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins í fót­bolta árið 2021 á Laug­ar­dals­velli í kvöld. Staðan var 1:1 í hálfleik en ís­lenska liðið lék mun bet­ur í seinni hálfleik. 

„Við sner­um blaðinu við í seinni hálfleik. Við vor­um gjör­sam­lega úr karakt­er í fyrri hálfleik. Við vor­um að tapa ná­víg­um og pressuðum ekki nægi­lega vel. Við vor­um ólík­ar sjálf­um okk­ur í fyrri hálfleik en sner­um þessu við í seinni hálfleik," sagði Sara sem var ósátt við jöfn­un­ar­mark Ung­verja í lok fyrri hálfleiks. 

„Það var skelfi­legt að fá þetta mark í and­litið, því við bjugg­umst eng­an veg­inn við því. Ég fékk það samt á til­finn­ing­una að við mynd­um snúa þessu við í seinni hálfleik. Þær sem komu inn komu inn með mik­inn kraft og bættu í sókn­ar­leik­inn okk­ar." 

Svava Rós Guðmunds­dótt­ir og Fann­dís Friðriks­dótt­ir komu með mik­inn kraft í sókn­ar­leik ís­lenska liðsins þegar þær komu inn á um miðjan seinni hálfleik. „Bæði Svava og Fann­dís komu inn með mik­inn kraft og það sýn­ir breidd­ina í liðinu. Það er geggjað að skipt inn svona góðum leik­mönn­um."

Íslenska mæt­ir Slóvakíu á mánu­dags­kvöldið á Laug­ar­dals­velli. Sara seg­ir mark­miðið að ná í önn­ur þrjú stig. „Hann leggst vel í mig. Mark­miðið er að fá sex stig úr þess­um leikj­um og við reyn­um að taka góðu kafl­ana úr þess­um leik í leik­inn á móti Slóvakíu, en það er margt sem þarf að bæta líka," sagði Sara Björk. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert