Knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verður frá næstu 3-4 vikurnar vegna meiðsla í kálfa. Jóhann er ekki í 23 manna landsliðshópi sem mætir Moldóvu og Albaníu í næsta mánuði vegna meiðslanna.
Jóhann fór meiddur af velli í leik Burnley gegn Wolves. Erik Hamrén landsliðsþjálfari segir meiðslin ekki mjög alvarleg, en að Jóhann verði frá í allt að mánuð.
„Jóhann meiddist á kálfa og verður frá í 3-4 vikur. Hann verður ekki klár í leikina við Moldóvu eða Albaníu," sagði sænski þjálfarinn í samtali við mbl.is í dag.