Bylting í sölu á stuðningsmannavarningi

KSÍ kynnti nýjan landsliðsbúning og nýtt landsliðsmerki í gær.
KSÍ kynnti nýjan landsliðsbúning og nýtt landsliðsmerki í gær. Ljósmynd/KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur skrifað undir samstarfssamning við fyrirtækið Margt smátt um merkingar og sölu á öllum stuðningsmannavarningi á vegum KSÍ næstu sex árin. Þar á meðal er nýja landsliðstreyjan og annar varningur frá Puma sem tengist landsliðum Íslands í knattspyrnu.

Nýtt og glæsilegt merki landsliða Íslands verður þar í forgrunni og verður varningurinn seldur í vefversluninni fyririsland.is, sem og á landsleikjum og öðrum sölustöðum. Á fyririsland.is má þegar kaupa ýmsan landsliðsvarning. Landsliðstreyjan sjálf kemur svo í sölu í kringum næstu mánaðarmót,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu frá KSÍ.

„Þessi fyrri partur árs hefur auðvitað óvenjulegur vegna Covid ástandsins en við  höfum engu að síður haldið okkar striki varðandi ýmis mikilvæg verkefni.  Eitt af þessum mikilvægu verkefnum er opnun á vefversluninni fyririsland.is í samstarfi við Margt smátt, sem mun bylta okkar nálgun varðandi sölu á stuðningsmannavarningi,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert