Byrjunarlið Íslands gegn Englandi

Ísland mætir Englandi í dag.
Ísland mætir Englandi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland og England eigast við í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á Laugardalsvelli klukkan 16. Hefur byrjunarlið Íslands verið opinberað. 

Kári Árnason, Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu leikmennirnir sem byrjuðu leikinn gegn Englandi á EM í Frakklandi 2016 þar sem Ísland vann eftirminnilega 2:1-sigur. 

Jón Dagur Þorsteinsson er eini leikmaðurinn sem er í fyrsta skipti í byrjunarliði í keppnisleik. 

Byrjunarlið Íslands: 

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Vörn: Hjörtur Hermannsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason (fyrirliði), Hörður Björgvin Magnússon

Miðja: Arnór Ingvi Traustason, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson, Jón Dagur Þorsteinsson

Sókn: Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert