Erik Hamrén landsliðsþjálfari Íslands hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Belgum sem hefst kl. 18.45 í Brussel í Þjóðadeild karla í fótbolta.
Hann gerir hvorki fleiri né færri en sjö breytingar á liðinu frá leiknum við England á laugardaginn og hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson spilar sinn fyrsta A-landsleik og kemur í stað Arnórs Ingva Traustasonar á miðjuna hægra megin.
Hólmbert Aron Friðjónsson kemur inn í liðið sem fremsti maður í stað Jóns Daða Böðvarssonar, í vörnina koma þeir Ari Freyr Skúlason, Jón Guðni Fjóluson og Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir þá Hörð Björgvin Magnússon, Kára Árnason og Sverri Inga Ingason, og Ögmundur Kristinsson ver markið í stað Hannesar Þórs Halldórssonar. Arnór Sigurðsson kemur í stað Jóns Dags Þorsteinssonar.
Mark: Ögmundur Kristinsson.
Vörn: Hjörtur Hermannsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni Fjóluson, Ari Freyr Skúlason.
Miðja: Andri Fannar Baldursson, Guðlaugur Victor Pálsson, Birkir Bjarnason.
Sókn: Arnór Sigurðsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Albert Guðmundsson.
Varamenn: Patrik S. Gunnarsson (m), Rúnar Alex Rúnarsson (m), Alfons Sampsted, Hörður Björgvin Magnússon, Samúel Kári Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson, Mikael Anderson, Arnór Ingvi Traustason, Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson.