Byrjunarliðið er klárt gegn Belgíu – sjö breytingar

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu.
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erik Hamrén landsliðsþjálfari Íslands hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Belgum sem hefst kl. 18.45 í Brussel í Þjóðadeild karla í fótbolta.

Hann gerir hvorki fleiri né færri en sjö breytingar á liðinu frá leiknum við England á laugardaginn og hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson spilar sinn fyrsta A-landsleik og kemur í stað Arnórs Ingva Traustasonar á miðjuna hægra megin.

Hólmbert Aron Friðjónsson kemur inn í liðið sem fremsti maður í stað Jóns Daða Böðvarssonar, í vörnina koma þeir Ari Freyr Skúlason, Jón Guðni Fjóluson og Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir þá Hörð Björgvin Magnússon, Kára Árnason og Sverri Inga Ingason, og Ögmundur Kristinsson ver markið í stað Hannesar Þórs Halldórssonar. Arnór Sigurðsson kemur í stað Jóns Dags Þorsteinssonar.

Mark: Ögmundur Kristinsson.

Vörn: Hjörtur Hermannsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni Fjóluson, Ari Freyr Skúlason.

Miðja: Andri Fannar Baldursson, Guðlaugur Victor Pálsson, Birkir Bjarnason.

Sókn: Arnór Sigurðsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Albert Guðmundsson.

Varamenn: Patrik S. Gunnarsson (m), Rúnar Alex Rúnarsson (m), Alfons Sampsted, Hörður Björgvin Magnússon, Samúel Kári Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson, Mikael Anderson, Arnór Ingvi Traustason, Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert