Hótaði að kveikja í höfuðstöðvum KSÍ

Mikael Nikulásson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur
Mikael Nikulásson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur Ljósmynd/@kristjanoli

Knatt­spyrnu­deild Njarðvík­ur hef­ur verið sektuð um 50.000 krón­ur vegna um­mæla sem Mika­el Nikulás­son, þjálf­ari liðsins, lét falla í hlaðvarpsþætt­in­um Dr. Foot­ball hinn 28. sept­em­ber síðastliðinn.

Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stýra KSÍ, vísaði um­mæl­um Mika­els til aga- og úr­sk­urðar­nefnd­ar KSÍ sem tók þau fyr­ir á fundi sín­um á þriðju­dag­inn síðasta.

Mika­el vildi sjá Beiti Ólafs­son, markvörð KR í efstu deild karla, úr­sk­urðaðan í tveggja leikja bann fyr­ir að slá til Ólafs Inga Skúla­son­ar í leik liðanna í sept­em­ber.

Marc McAus­land, spilandi aðstoðarþjálf­ari Njarðvík­ur, var úr­sk­urðaður í tveggja leikja bann á dög­un­um fyr­ir að slá til mót­herja síns og vildi Mika­el fá svipaðan úr­sk­urð í máli Beit­is.

„Þetta er 100% tveggja leikja bann. Ég mun brenna Laug­ar­dal­inn per­sónu­lega sjálf­ur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig.

Mér er al­veg sama, mér er al­veg sama, málið er það að Fram­ar­arn­ir, ég er nátt­úru­lega gam­all Fram­ari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálf­sögðu er þetta tveggja leikja bann,“ sagði Mika­el meðal ann­ars í hlaðvarpsþætt­in­um Dr. Foot­ball.

„Var um að ræða op­in­ber um­mæli sem eru ósæmi­leg að mati fram­kvæmda­stjóra og með þeim hafi álit al­menn­ings á íþrótt­inni og starf knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar rýrt,“ seg­ir meðal í frétta­til­kynn­ingu aga- og úr­sk­urðar­nefnd­ar KSÍ um um­mæl­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert