Byrjunarliðið gegn Belgum - sex breytingar

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru í sóttkví og fylgjast …
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru í sóttkví og fylgjast með leiknum úr fjarlægð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA hefur verið tilkynnt en leikur liðanna í Þjóðadeild UEFA hefst á Laugardalsvellinum klukkan 18.45.

Erik Hamrén gerir sex breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Dani. Rúnar Alex Rúnarsson fær tækifæri í markinu, Birkir Már Sævarsson kemur inn sem hægri bakvörður og Hólmar Örn Eyjólfsson sem miðvörður. Ari Freyr Skúlason er vinstra megin á miðjunni og frammi eru þeir Jón Daði Böðvarsson og Albert Guðmundsson.

Hannes Þór Halldórsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason fara úr byrjunarliðinu í staðinn en þeir Aron, Ragnar, Gylfi og Alfreð eru ekki með í hópnum í kvöld.

Kári Árnason er skráður meðal varamanna en hann meiddist í leiknum við Rúmeníu og ekki var reiknað með honum í leiknum í kvöld.

Liðið er þannig skipað:

Mark:
Rúnar Alex Rúnarsson
Vörn:
Birkir Már Sævarsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Miðja:
Birkir Bjarnason
Guðlaugur Victor Pálsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Ari Freyr Skúlason
Sókn:
Jón Daði Böðvarsson
Albert Guðmundsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert