Átta breytingar í Danmörku

Albert Guðmundsson kemur inn í byrjunarlið Íslands.
Albert Guðmundsson kemur inn í byrjunarlið Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erik Hamrén gerir átta breytingar á íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem mætir Danmörku í Þjóðadeild UEFA í Kaupmannahöfn í kvöld.

Íslenska liðið tapaði gegn Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM á fimmtudaginn en liðið er nú þegar fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar. Einungis Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon halda sæti sínu frá leiknum í Búdapest en Gylfi ber fyrirliðabandið í kvöld.

Ísland: (3-5-2) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson. Vörn: Hörður Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson. Miðja: Birkir Már Sævarsson, Arnór Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Ari Freyr Skúlason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Albert Guðmundsson.
Varamenn: Hannes Þór Halldórsson (M), Ögmundur Kristinsson (M), Guðlaugur Victor Pálsson, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson, Kári Árnason, Rúnar Már Sigurjónsson, Aron Einar Gunnarsson, Viðar Örn Kjartansson.

Danmörk: (4-3-3) Mark: Kasper Schmeichel. Vörn: Daniel Wass, Simon Kjær, Jannik Vestergaard, Jens Stryger Larsen. Miðja: Mathias Jensen, Andreas Christensen, Thomas Delaney. Sókn: Christian Eriksen, Yussuf Poulsen, Martin Braithwaite.
Varamenn: Jonas Lössl (M), Frederik Rønnow (M), Rasmus Kristensen, Alexander Scholz, Jens Jonsson, Pione Sisto, Alexander Bah, Mathias Jörgensen, Henrik Dalsgaard, Jonas Wind, Mikkel Damsgaard, Lucas Andersen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert