Hefur áhuga á að taka við landsliðinu

Freyr Alexandersson ræðir við Erik Hamrén.
Freyr Alexandersson ræðir við Erik Hamrén. mbl.is/Kristinn Magnússon

Freyr Al­ex­and­ers­son aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í fót­bolta síðustu ár viður­kenn­ir í sam­tali við vef­miðil­inn Fót­bolta.net að hann hafi áhuga á að taka við sem landsliðsþjálf­ari, en Erik Hamrén til­kynnti á dög­un­um að hann myndi hætta með liðið.

„Það er erfitt að segja að maður hafi ekki áhuga á því þegar maður er svona tengd­ur liðinu. Það eru mik­il tengsl við leik­menn og maður hef­ur verið lengi með þeim og starfs­fólk­inu. Það er búið að búa til ákveðinn kúltúr og vinnu­ferla sem að maður vill að haldi áfram," sagði Freyr við Fót­bolta.net.

„Auðvitað lang­ar manni alltaf að þjálfa landsliðið en kannski bara ein­hvern tím­ann seinna. Ég yrði ekk­ert sár ef það yrði niðurstaðan,“ bætti hann við.

Freyr hef­ur unnið hjá KSÍ síðan 2013 og á sjö árum þjálfað kvenna­landsliðið, njósnað og leik­greint fyr­ir karla­landsliðið og loks verið aðstoðarþjálf­ari karlaliðsins. Hef­ur hann á þeim tíma farið á þrjú stór­mót, eitt með kvenna­landsliðinu og tvö með karla­landsliðinu. 

Freyr er nú í Kat­ar þar sem hann verður aðstoðarþjálf­ari Heim­is Hall­gríms­son­ar hjá Al-Ar­abi í efstu deild. Landsliðsfyr­irliðinn Aron Ein­ar Gunn­ars­son leik­ur með liðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert