Arnar búinn að velja fyrsta hópinn

Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp.
Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn fyrir leikina þrjá gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fara dagana 25. til 31. mars.

Alfreð Finnbogason er ekki með vegna meiðsla og þá er Viðar Örn Kjartansson ekki í hópnum en framherjarnir Björn Bergmann Sigurðarson og Hólmbert Aron Friðjónsson koma inn á nýjan leik.

Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted eru í hópnum og verða þar af leiðandi ekki með 21-árs landsliðinu í úrslitakeppni EM í Ungverjalandi. Þá eru reynsluboltarnir þrír úr íslensku liðunum þeir Kári Árnason, Birkir Már Sævarsson og Hannes Þór Halldórsson allir í hópnum.

Hópurinn er þannig skipaður:

MARKVERÐIR:
74/0 Hannes Þór Halldórsson, Val
17/0 Ögmundur Kristinsson, Olympiacos
  7/0 Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal

VARNARMENN:
97/5 Ragnar Sigurðsson, Rukh Lviv
95/2 Birkir Már Sævarsson, Val
87/6 Kári Árnason, Víkingi R.
77/0 Ari Freyr Skúlason, Oostende
36/3 Sverrir Ingi Ingason, PAOK
34/2 Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva
23/0 Guðlaugur Victor Pálsson, Darmstadt
19/2 Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg
18/1 Hjörtur Hermannsson, Bröndby
  2/0 Alfons Sampsted, Bodö/Glimt

MIÐJUMENN:
92/13 Birkir Bjarnason, Brescia
91/2 Aron Einar Gunnarsson, Al-Arabi
78/25 Gylfi Þór Sigurðsson, Everton
77/8 Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley
37/5 Arnór Ingvi Traustason, New England Revolution
30/1 Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj
11/1 Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva

SÓKNARMENN:
60/26 Kolbeinn Sigþórsson, Gautaborg
55/3 Jón Daði Böðvarsson, Millwall
18/3 Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar
17/1 Björn Bergmann Sigurðarson, Molde
  4/2 Hólmbert Aron Friðjónsson, Brescia

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert