Sex breytingar á byrjunarliði Íslands

Albert Guðmundsson kemur inn í byrjunarliðið.
Albert Guðmundsson kemur inn í byrjunarliðið. AFP

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta gerir sex breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Þýskaland fyrir leikinn gegn Armeníu í undakeppni HM ytra í dag.

Þrjár breytingar eru á varnarlínunni. Ari Freyr Skúlason, Ragnar Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson koma inn í staðinn fyrir þá Hörð Björgvin Magnússon, Kára Árnason og Alfons Sampsted. 

Arnór Sigurðsson kemur inn á miðjuna og þeir Albert Guðmundsson og Jóhann Berg Guðmundsson á kantana. Arnór Ingvi Traustason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson detta út úr byrjunarliðinu, en Rúnar Már meiddist á andliti í leiknum við Þjóðverja. 

Byrjunarlið Íslands: 

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson.

Varnarmenn: Ari Freyr Skúlason, Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Már Sævarsson. 

Miðjumenn: Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. 

Sóknarmenn: Albert Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Jóhann Berg Guðmundsson. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert