Íslenska U21-árs landslið karla í knattspyrnu átti fá svör við leik Frakklands þegar liðin mættust í lokaumferð C-riðils lokakeppni EM í Györ í Ungverjalandi í dag.
Leiknum lauk með 2:0-sigri franska liðsins en bæði mörk Frakka komu í fyrri hálfleik.
Matteo Goendouzi kom Frökkum yfir strax á 17. mínútu eftir vandræðaganga í vörn íslenska liðsins.
Kantmaðurinn Claude-Maurice fékk þá sendingu inn fyrir á hægri kantinum, hann lagði boltann snyrtilega fyrir markið á Guendouzi, sem var einn og óvaldaður í teignum.
Fyrirliði Frakka gerði engin mistök og kláraði auðveldega með viðstöðulausu skoti fram hjá Elíasi Rafni Ólafssyni í marki íslenska liðsins.
Odsonne Édouard bætti við öðru marki Frakka á 38. mínútu en hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn íslenska liðsins.
Édouard vippaði boltanum meistaralega yfir Elías í markinu úr þröngu færi, staðan orðin 2:0, og þannig fóru leikar.
Ísland hefur því lokið keppni á EM en liðið endar í neðsta sæti C-riðils, án stiga og með markatöluna 1:8.
Danmörk og Frakkland fara áfram í átta liða úrslitin sem fara fram í Slóveníu og Ungverjalandi, dagana 31. maí til 6. júní.
Ísland U21 | 0:2 | Frakkland U21 | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. +2 mínútur í uppbótartíma. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |