Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um málefni KSÍ

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í gær.
Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í gær. mbl.is/Hari

Stærsta íþrótta­blað Rúm­en­íu, Gazeta Sport­uril­or, fjall­ar í dag á ít­ar­leg­an hátt um Knatt­spyrnu­sam­band Íslands og þá þögg­un­ar­menn­ingu og gerendameðvirkni sem þar hef­ur grass­erað und­an­far­in ár.

Greint er frá því að Guðni Bergs­son hafi sagt að sam­bandið hefði ekki fengið kvört­un inn á sitt borð vegna kyn­ferðisof­beld­is, sem reynd­ist ekki rétt, og hefði borgað fyr­ir það með því að segja af sér sem formaður KSÍ í gær.

Einnig er sér­stak­lega minnst á Kol­bein Sigþórs­son og hann sagður hafa verið rek­inn úr landsliðinu og muni vænt­an­lega aldrei spila fyr­ir það aft­ur. Þá er þess getið að Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son hafi sjálf­ur dregið sig úr hópn­um.

Stjórn KSÍ ákvað að taka Kol­bein úr landsliðshópn­um vegna of­beld­is sem hann beitti tvær kon­ur á B5-skemmti­staðnum í miðbæ Reykja­vík­ur haustið 2017, en ekk­ert hef­ur komið fram um mögu­lega framtíð hans með landsliðinu.

Var Kol­beinn kærður af báðum kon­um en bæði mál­in voru leyst með sátt og greiðslu miska­bóta.

Auk þess er í um­fjöll­un Gazeta Sport­uril­or minnst á hópnauðgun tveggja landsliðsmanna á konu frá ár­inu 2010 og gert því skóna að Kol­beinn eigi þar hlut að máli.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er hann þó ekki ann­ar þeirra, held­ur er um að ræða leik­mann sem er ein af stjörn­um landsliðsins í dag og ann­an sem hef­ur lítið komið við sögu hjá A-landsliðinu um langt ára­bil. Gazeta Sport­uril­or seg­ir þann síðari vera hætt­an knatt­spyrnuiðkun en það er ekki svo.

Um­fjöll­un Gazeta Sport­uril­or má lesa í heild sinni hér, þó rétt sé að benda á að hún er á rúm­ensku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka