Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, greindi frá því eftir 2:2-jafntefli gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld að leikmenn liðsins voru kallaðir nauðgarar er þeir fóru í göngutúr fyrir leikinn.
„Íslenska karlalandsliðið fór í göngutúr í Reykjavík fyrir leik og þeir þurfa að setja undir því að fólk sé að kalla þá nauðgara. Þetta eru ungir drengir og fjölskyldumenn,“ sagði Arnar Þór eftir leik. „Þetta eru 18-19 ára drengir,“ bætti Arnar við.
Brynjar Ingi Bjarnason minnkaði muninn í 2:1 á 78. mínútu og Andri Lucas Guðjohnsen tryggði Ísland stig með jöfnunarmarki á 84. mínútu, tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.