Sendi fráfarandi stjórn KSÍ afsökunarbeiðni

Það hefur gustað hressilega um Knattspyrnusamband Íslands undanfarna daga.
Það hefur gustað hressilega um Knattspyrnusamband Íslands undanfarna daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnús Björn Ásgríms­son, formaður knatt­spyrnu­deild­ar Leikn­is frá Fá­skrúðsfirði, sendi öll­um meðlim­um í frá­far­andi stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, KSÍ, bréf á dög­un­um þar sem hann biðst af­sök­un­ar á að hafa kraf­ist af­sagn­ar stjórn­ar­inn­ar.

Þetta kom fram á Face­book-síðu Magnús­ar í kvöld en fé­lög úr neðri deild­un­um sendu frá sér yf­ir­lýs­ingu á dög­un­um þar sem skorað var á stjórn­ina að segja af sér í kjöl­far gagn­rýni um þögg­un og meðvirkni með meint­um gerend­um inn­an sam­bands­ins.

Ég setti nafnið mitt (og Leikn­is) und­ir bréf frá ,,neðri­deilda fé­lög­um” til stjórn­ar KSÍ, sem í raun fól í sér kröfu um brott­hvarf stjórn­ar­inn­ar í heild, með hraði,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Magnús­ar á Face­book.

Það var heimska. Og al­gjör­lega ómak­legt. Þetta fólk hef­ur starfað af heil­ind­um og ósér­hlífni fyr­ir knatt­spyrnu­hreyf­ing­una, flest í ára­tugi. Stjórn KSÍ er skipuð full­trú­um aðild­ar­fé­lag­anna, kosn­um á ársþing­um og þar standa þeir skil á störf­um sín­um og stöðu mála hjá sam­band­inu. Og vel að merkja stjórn­ar­störf­in eru ólaunuð.

Auðvitað áttu all­ir að anda djúpt og vinna þessi mál bet­ur og mæta síðan til hefðbund­ins knatt­spyrnuþings í fe­brú­ar,“ sagði Magnús meðal ann­ars.

Í bréf­inu sem hann sendi frá­far­andi stjórn­ar­meðlim­um skoraði hann meðal ann­ars á þá að gefa aft­ur kost á sér til áfram­hald­andi stjórn­ar­setu eft­ir aukaþingið sem fer fram 2. októ­ber.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert