Komið gott af grátkór landsliðsþjálfarans

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lárus Orri Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, skaut föstum skotum að Arnari Þór Viðarssyni, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, á samfélagsmiðlinum Twitter í dag.

Arnar Þór var í viðtali í belgíska sjónvarpsþættinum Extra Time í gær þar sem hann ræddi stöðuna innan Knattspyrnusambands Íslands.

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok ágúst og stjórn KSÍ fylgdi svo í kjölfarið en sambandið hefur legið undir harðri gagnrýni undanfarnar vikur fyrir þöggun og meðvirkni með meintum gerendum innan sambandsins.

Í nýliðnum landsleikjaglugga var Arnari svo meinað að velja ákveðna leikmenn í hópinn en líkt og mbl.is greindi frá í gær var mikil óánægja innan leikmannahópsins með þá ákvörðun stjórnar og íhuga margir reyndir leikmenn liðsins að leggja landsliðsskóna á hilluna ef til frekari afskipta kemur af hálfu stjórnar.

„Þetta hafa verið tvær erfiðustu vik­urn­ar á mín­um ferli. Ég finn fyr­ir þreytu,“ sagði Arn­ar Þór meðal annars í þætt­in­um þar sem hann ræddi sína fyrstu mánuði í starfi.

„Cry me a river,“ skrifaði Lárus Orri meðal annars á Twitter og vísaði þar til viðtalsins sem Arnar Þór fór í.

Erfið staða og erfitt verkefni? Ekki spurning, en er þetta ekki orðið fínt af þessum grátkór hjá landsliðsþjálfaranum/yfirmanni knattspyrnumála. Svona er staðan í dag deal with it and get on with the job,“ bætti Lárus við sem á góðri íslensku mætti þýða sem „Hættu að væla og farðu að sinna vinnunni þinni.“

Lárus Orri Sigurðsson lék 42 A-landsleiki fyrir Ísland.
Lárus Orri Sigurðsson lék 42 A-landsleiki fyrir Ísland. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert