Uppbygging á nýju liði er hafin

Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson …
Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson eru á meðal ungra leikmanna í íslenska A-landsliðinu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Þeir sem höfðu áhyggjur af því fyrir ekki svo löngu að hægt gengi að endurnýja íslenska karlalandsliðið í fótbolta geta varpað öndinni léttar.

Hlutirnir hafa gerst hratt á þessu ári, sérstaklega á síðustu vikum. Af 22 leikmönnum sem skipuðu hóp Íslands í fyrsta leik ársins 2021, gegn Þýskalandi í Duisburg í mars, eru aðeins átta í hópnum fyrir leikina tvo gegn Armeníu og Liechtenstein. Og samt vantaði bæði Alfreð Finnbogason og Gylfa Þór Sigurðsson í þann leik.

Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þríþættar. Þó nokkrir glíma við meiðsli, í það minnsta tveir eru hættir með landsliðinu og svo eru það erfiðu málin sem hafa skekið íslenska fótboltaheiminn í haust. Þar eru nú þrír lykilmanna Íslands undanfarin ár utan hóps. Enginn veit í dag hvort þeir eigi eftir að spila aftur fyrir Íslands hönd.

Bakvörð Víðis má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert