Hafnar neikvæðri klefamenningu

Hörður Hilmarsson kom víða við í íslenskri knattspyrnu um langt …
Hörður Hilmarsson kom víða við í íslenskri knattspyrnu um langt árabil. mbl.is/Golli

Hörður Hilmarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og þjálfari um langt árabil, segir í pistli sem hann skrifaði á Facebook að hann kannist ekki við „neikvæða klefamenningu sem á víst að hafa átt sér stað í samfélagi karla í knattspyrnu“.

Pistill Harðar er svohljóðandi:

Sem þátttakanda í íslenskri knattspyrnu í yfir 60 ár, sem leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður og stuðningsmaður er mér misboðið.

Mér buðust í fyrrakvöld miðar á landsleik Íslands og Armeníu sem ég afþakkaði vegna þess að sama kvöld var ég að samfagna góðum vinum, yndislegu fólki sem átti 70 ára afmæli. En ég hefði ekki þegið gott boð þótt ég hefði haft tíma til að mæta á leikinn. Hvers vegna ekki? Ástæðurnar eru nokkrar og ekki öllum þóknanlegar. Who cares?

Ég hef eins og aðrir karlkyns knattspyrnumenn þurft að sitja undir kommentum misviturra sérfræðinga á samfélagsmiðlum um neikvæða „klefamenningu“ sem á víst að hafa átt sér stað í samfélagi karla í knattspyrnu. Ég sem leikmaður og þjálfari í áratugi kannast ekki við kvenfyrirlitningu eða annan negatívisma í búningsklefum karlmanna.

Hins vegar upplifði ég það sem þjálfari kvennaliðs að yndislegar stúlkur voru miklu meiri klámkjaftar heldur en ég hafði kynnst í „strákaklefum“. Ég tók þessu sem þeirra húmor og hafði engar áhyggjur af, þótt ég roðnaði stundum.

En mér er misboðið þegar okkur karlkyns fótboltamönnum er borið á brýn orðfar eða annað sem stuðlað getur að ofbeldi eða ofbeldismenningu. Sem bróðir 6 systra og faðir 3ja yndislegra dætra þá myndi aldrei hvarfla að mér að styðja eða verja e-ð sem flokkast gæti sem niðurlæging eða ofbeldi í garð stúlkna eða kvenna.

En ég get heldur ekki stutt orð og aðgerðir misviturra aðila sem farið hafa offari og stuðlað að því að heiðarlegur og vandaður maður eins og Guðni Bergsson var hrakinn úr starfi sem formaður KSÍ, fyrir litlar sakir, þrátt fyrir að hafa verið besti formaður KSÍ í áratugi. Guðni sinnti „litlu“ félögunum á landsbyggðinni mun betur heldur en forverar hans í embætti höfðu gert og hann var einnig frábær fulltrúi Íslands út á við, t.d. gagnvart UEFA og FIFA.

Þegar Guðni Bergs. var kjörinn formaður KSÍ þá fékk Ísland besta hugsanlega sendiherrann fyrir íslenska knattspyrnu sem völ var á. Það hefur ekki breyst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert