Breiðablik fékk skell í Madríd

Caroline Möller fagnar marki gegn Breiðabliki í Madríd.
Caroline Möller fagnar marki gegn Breiðabliki í Madríd. Ljósmynd/@UWCL

Breiðablik mátti þola 0:5-tap fyrir spænska stórliðinu Real Madríd í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Alfredo Di Stéfano-vellinum í Madríd í kvöld.

Real byrjaði af miklum krafti og danski framherjinn Carline Möller skoraði fyrsta markið strax á 6. mínútu. Hún slapp þá í gegn eftir sendingu frá Kenti Robles og skoraði með góðu skoti upp í hornið fjær.

Spænska liðið hélt áfram að skapa sér færi og annað markið kom á 20. mínútu. Möller var þá fyrst að átta sig í teignum eftir að Kristín Dís Árnadóttir varði boltann á marklínunni eftir skot frá Lorena Navarro.

Danski framherjinn bætti við sínu þriðja marki og þriðja marki Real á 43. mínútu er hún kláraði vel í teignum eftir aðra sendingu frá hægri bakverðinum Kenti Robles. Real fékk mörg færi til að skora enn fleiri mörk en Telma Ívarsdóttir varði nokkrum sinnum vel. Breiðablik bauð upp á lítið í sínum sóknarleik og var staðan í hálfleik því 3:0, Real í vil.

Olga Carmona kom inn á sem varamaður hjá Real í hálfleik og hún skoraði fjórða markið strax á 2. mínútu seinni hálfleiks. Hún slapp þá í gegn eftir sendingu frá Möller og skoraði framhjá Telmu í markinu.

Real var áfram sterkari aðilinn eftir fjórða markið, en Breiðablik náði að verjast betur. Real átti nokkuð margar tilraunir, en úr erfiðari færum. Þá varði Telma nokkrum sinnum vel. Karen María Sigurgeirsdóttir átti fína tilraun á 65. mínútu, þremur mínútum eftir að hún kom inn á, en Misa í marki Real Madrid varði frá henni.

Lorena Navarro skoraði fimmta og síðasta markið á lokamínútunni er hún kláraði vel úr teignum eftir að Kristín Dís hafði varði boltann á marklínunni í annað sinn. Real er með sex stig eftir tvo leiki en Breiðablik er án stiga.

Real Madríd 5:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Paula Durán (Real Madríd) á skot framhjá Fer illa með Kristínu Dís en neglir boltanum yfir úr teignum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert