Hversu langt á íþróttahreyfingin að ganga?

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa ekki verið …
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa ekki verið í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins undanfarna mánuði. Eggert Jóhannesson

Nokkr­ir starfs­hóp­ar á veg­um íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar vinna nú hörðum hönd­um að því að koma upp verk­ferl­um og skipu­lagi þegar kem­ur að of­beld­is- og kyn­ferðis­brot­um inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar.

Mbl.is greindi frá því í dag að meint of­beld­is- og kyn­ferðis­brot sex leik­manna ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu væru nú til skoðunar hjá Sig­ur­björgu Sig­urpáls­dótt­ur, sam­skiptaráðgjafa íþrótta- og æsku­lýðsstarfs.

Mál­in komu fyrst inn á borð hjá KSÍ eft­ir að aðgerðahóp­ur­inn Öfgar sendi stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands­ins tölvu­póst sem inni­hélt meðal ann­ars nöfn leik­mann­anna og dag­setn­ing­ar yfir meint brot þeirra.

„Það eru fjór­ir hóp­ar að störf­um í þess­um mála­flokki, inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar, og ég er með for­mennsku í tveim­ur þeirra,“ sagði Kol­brún Hrund Sig­ur­geirs­dótt­ir, verk­efn­a­stýra Jafn­rétt­is­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar og meðstjórn­andi í fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ, í sam­tali við mbl.is.

„Ann­ar hóp­ur­inn sem ég held utan um er að skoða verk­ferla, vinnu­lag, viðhorf og menn­ingu og er mark­mið hóps­ins að koma með til­lög­ur að úr­bót­um í þess­um mála­flokki en þessi starfs­hóp­ur er á veg­um KSÍ.

Hinn hóp­ur­inn er að vinna fyr­ir íþrótta­hreyf­ing­una í heild sinni og er að skoða öll viðmið. Það er að segja hvað telst nægj­an­leg til­kynn­ing, í hvaða mál­um get­um við brugðist við, meg­um við fjar­læga fólk yfir höfuð, í hversu lang­an tíma þá og á fólk aft­ur­kvæmt eft­ir al­var­leg brot?

Þessi síðar­nefndi hóp­ur mun reyna að skila til­lög­um til fram­kvæmda­stjórn­ar ÍSÍ í árs­byrj­un og stjórn­in hef­ur svo tíma til 1. mars 2022 til að búa til og senda frá sér leiðban­andi regl­ur fyr­ir hreyf­ing­una,“ sagði Kol­brún.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, til hægri, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og meðstjórnandi …
Kol­brún Hrund Sig­ur­geirs­dótt­ir, til hægri, verk­efn­a­stýra Jafn­rétt­is­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar og meðstjórn­andi í fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ. Ljós­mynd/​Aðsend

Jafn ólík og þau eru mörg

Það er að mörgu að huga hjá starfs­hóp­un­um og ekki mik­ill tími til stefnu.

„Þetta er gríðarlega flók­in vinna að öllu leyti. Sum mál­in eru auðvitað þess eðlis að þau eru fljót­leyst og krefjast ekki mik­illa aðgerða á meðan önn­ur eru stærri og þurfa að fara í gegn­um rétt­ar­kefið.

Þessi mál eru jafn ólík og þau eru mörg og við erum sem dæmi með tvo lög­fræðinga í starfs­hópn­um því við þurf­um að passa okk­ur sér­stak­lega á því að við séum ekki að fara langt út fyr­ir hegn­ing­ar­lög­in því þetta þarf auðvitað að vera í takt við lög og regl­ur í land­inu.“

En er það hlut­verk íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar að taka sér stöðu dóm­stóla í sam­fé­lag­inu?

„Þetta er ein af þeim spurn­ing­um sem við höf­um þurft að tak­ast á við og ein­mitt hversu langt íþrótta­hreyf­ing­in á að teygja sig í þess­um mála­flokki, sér­stak­lega þegar þolend­ur eru utan íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar. Á sama tíma vilj­um við ekki hafa kyn­ferðisof­beldi inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar frek­ar en ann­ars staðar og við þurf­um öll að standa sam­an til að vinna bug á því.

Við vilj­um og þurf­um að hafa verk­færi til þess að bregðast við því en það þarf líka að bæta dóms­kerfið okk­ar því við höf­um verið að sjá um 13% sak­fell­ingu í kyn­ferðis­brota­mál­um hér á landi sem er al­gjört bull. Við þurf­um að gera eitt­hvað bet­ur, það er al­veg klárt,“ bætti Kol­brún við í sam­tali við mbl.is. 

Kolbeini Sigþórssyni var meinað að taka þátt í landsliðsverkefnum Íslands …
Kol­beini Sigþórs­syni var meinað að taka þátt í landsliðsverk­efn­um Íslands í sept­em­ber af stjórn KSÍ. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka