Öll mál flokkuð sem trúnaðarmál

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs gat ekki staðfest hvort hún væri …
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs gat ekki staðfest hvort hún væri með mál á borði hjá sér er varða leikmenn íslenska karlalandsliðsins. mbl.is/Hari

„Lög­um sam­kvæmt þá ber sam­skiptaráðgjafa að gæta trúnaðar í sín­um störf­um og því get ég ekki staðfest neitt varðandi þessi til­teknu mál,“ sagði Sig­ur­björg Sig­urpáls­dótt­ir, sam­skiptaráðgjafi íþrótta- og æsku­lýðsstarfs í sam­tali við mbl.is í dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er sam­skiptaráðgjaf­inn nú með sex mál til rann­sókn­ar hjá sér sem snúa öll að meint­um of­beld­is- og kyn­ferðis­brot­um leik­manna ís­lenska karla­landsliðsins.

Nýj­ar leiðbein­ing­ar inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar kveða á um að öll of­beld­is- og kyn­ferðis­brota­mál, sem koma inn á borð íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar, skuli vísað beint til sam­skiptaráðgjaf­ans.

„Öllum mál­um sem koma inn á borð sam­skiptaráðgjafa er tekið  al­var­lega og ég býð öll­um þeim sem vísa sín­um mál­um inn á borð til mín að koma í viðtal til að kanna mál þeirra frek­ar,“ sagði Sig­ur­björg.

„Það fer svo al­gjör­lega eft­ir eðli máls­ins hvert fram­haldið er. Ef málið varðar lands­lög þá upp­lýsi ég viðkom­andi aðila um rétt þeirra, ef um full­orðna ein­stak­linga er að ræða. Ef um brot gegn börn­um er að ræða er því vísað beint til barna­vernd­ar­nefnd­ar.

Það er svo bara mjög mis­jafnt hvað ein­stak­ling­ur­inn vill sjálf­ur gera. Það er eng­inn að fara kæra mál fyr­ir hönd annarra þannig að mitt hlut­verk er fyrst og fremst að upp­lýsa meinta brotaþola um stöðu þeirra. Það er svo bara þeirra að taka ákvörðun um fram­haldið og næstu skref en geta þá fengið stuðning sam­skiptaráðgjafa við það.“

Mun Knatt­spyrnu­sam­band Íslands fá bein svör frá þér varðandi þau mál sem sam­bandið hef­ur sent inn á borð til þín og hversu lang­an tíma mun það taka að vinna úr þeim?

„Að sjálf­sögðu vinn ég öll mál í sam­starfi við þá sem að mál­inu koma. Þegar við á fá aðilar  upp­lýs­ing­ar um fram­vindu mála, næstu skref og niður­stöður.

Varðandi tím­aramm­ann þá er hann mjög mis­jafn og fer eft­ir eðli mála. Ég reyni eft­ir bestu getu að vinna hratt en það tekst ekki alltaf og fyr­ir því eru ýms­ar ástæður,“ bætti Sig­ur­björg við í sam­tali við mbl.is.

Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Sig­ur­björg Sig­urpáls­dótt­ir, sam­skiptaráðgjafi íþrótta- og æsku­lýðsstarfs. Ljós­mynd/​FSÍ
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka