Sex landsliðsmenn sakaðir um brot

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen gátu ekki valið …
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen gátu ekki valið alla þá leikmenn sem þeir höfðu hug á að velja fyrir nýafstaðna landsleiki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arn­ar Þór Viðars­son, þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, gat ekki valið alla þá leik­menn sem hann hafði hug á að velja í landsliðshóp sinn fyr­ir ný­af­staðna leiki gegn Armen­íu og Liechten­stein í undan­keppni HM.

Þetta herma heim­ild­ir mbl.is.

Hinn 27. sept­em­ber barst stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands tölvu­póst­ur frá aðgerðahópn­um Öfgum en inni­hald tölvu­pósts­ins var flokkað sem trúnaðar­mál á stjórn­ar­fundi sam­bands­ins sem fram fór 30. sept­em­ber.

Dag­inn eft­ir til­kynnti Arn­ar Þór svo leik­manna­hóp sinn fyr­ir leik­ina tvo sem fram fóru 8. og 11. októ­ber á Laug­ar­dals­velli. Marg­ir leik­menn, sem hafa verið lyk­il­menn í liðinu und­an­far­in ár, voru þar fjar­ver­andi.

Tölvu­póst­ur Öfga inni­hélt meðal ann­ars nöfn á sex leik­mönn­um karlaliðsins og dag­setn­ing­ar yfir meint of­beld­is- og kyn­ferðis­brot þeirra sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Þá var landsliðsþjálf­ar­inn einnig sakaður um að gera lítið úr meint­um þolend­um með orðavali sínu í sam­skipt­um sín­um við fjöl­miðla.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa ekki tekið …
Aron Ein­ar Gunn­ars­son og Gylfi Þór Sig­urðsson hafa ekki tekið þátt í síðustu leikj­um ís­lenska karla­landsliðsins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ekki gjald­geng­ir í landsliðið

Aron Ein­ar Gunn­ars­son, Kol­beinn Sigþórs­son og Gylfi Þór Sig­urðsson hafa all­ir verið nafn­greind­ir í ís­lensk­um fjöl­miðlum fyr­ir meint brot en hinir þrír hafa ekki verið nafn­greind­ir. Þeir hafa all­ir verið fasta­menn í ís­lenska landsliðshópn­um und­an­far­inn ára­tug og eiga all­ir að baki fjölda lands­leikja fyr­ir A-landsliðið.

Mál landsliðsmann­anna er nú til skoðunar hjá Sig­ur­björgu Sig­urpáls­dótt­ur, sam­skiptaráðgjafa íþrótta- og æsku­lýðsstarfs. Hún tók til starfa á vor­mánuðum eft­ir að mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið setti lög um starfið síðastliðið haust.

„Mark­mið sam­skiptaráðgjafa er að auka ör­yggi í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi barna, ung­menna og full­orðinna,“ að því er fram kem­ur á heimasíðu sam­skiptaráðgjafa.

Ekki er ljóst hvenær niðurstaða fæst í mál landsliðsmann­anna sex en á meðan mál­in eru til skoðunar hjá sam­skiptaráðgjafa íþrótta- og æsku­lýðsstarfs eru þeir ekki gjald­geng­ir í ís­lenska landsliðið, að því er heim­ild­ir mbl.is herma.

Ein­hverj­ir þeirra gætu þó tekið þátt í loka­leikj­um undan­keppn­inn­ar í nóv­em­ber, gegn Rúm­en­íu og Norður-Makedón­íu ytra, ef niðurstaða fæst á næstu vik­um.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka