Hræðilegasta vika lífs míns

Víkingur er bikarmeistari árið 2021.
Víkingur er bikarmeistari árið 2021. Ljósmynd/Óttar Geirsson

„Ég hefði aldrei trúað þessu,“ viður­kenndi Hall­dór Smári Sig­urðsson, leikja­hæsti leikmaður í sögu Vík­ings úr Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is eft­ir að liðið tryggði sér bikar­meist­ara­titil­inn í fót­bolta með því að vinna 3:0-sig­ur á ÍA í dag.

Vík­ing­ur fagnaði Íslands­meist­ara­titli á dög­un­um og er því tvö­fald­ur meist­ari, eft­ir erfitt tíma­bil þar á und­an. „Ég vissi að við vær­um með gott lið en að við vær­um orðnir svona góðir á svona stutt­um tíma, ég hefði ekki trúað því.“

Hall­dór viður­kenn­ir að loka­töl­urn­ar gefi ekki endi­lega rétta mynd af leikn­um, en bæði lið fengu tæki­færi til að skora fleiri mörk.

„Skaga­menn voru flott­ir í dag. Þeir pressuðu okk­ur of­ar­lega og komu okk­ur smá á óvart. Völl­ur­inn var líka þung­ur og þetta var ekki auðvelt. 3:0 gef­ur ekki endi­lega rétta mynd á leikn­um.“

Hall­dór viður­kenn­ir að til­finn­ing­in hafi verið öðru­vísi í dag en í aðdrag­anda leiks­ins gegn Leikni í deild­inni, þar sem Vík­ing­ur tryggði sér að lok­um Íslands­meist­ara­titil­inn.

„Ég var mikið ró­legri fyr­ir þenn­an leik. Þetta var hræðileg­asta vika lífs míns áður en við tryggðum Íslands­meist­ara­titil­inn, ég var svo stressaður. Þar sem hinn titil­inn var kom­inn gat maður farið ró­legri inn í þenn­an leik. Að vinna þenn­an er bara bón­us og því­lík­ur bón­us,“ sagði Hall­dór.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert