Kjarninn fyrir næstu verkefni fundinn

Þórir Jóhann Helgason, Alfons Sampsted, Daníel Leó Grétarsson eru allir …
Þórir Jóhann Helgason, Alfons Sampsted, Daníel Leó Grétarsson eru allir í hópnum sem Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær. Ljósmynd/Alex Nicodim

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, byggir að langmestu leyti á þeim hópi sem lék síðustu landsleiki ársins 2021, gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu, þegar Ísland mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á Spáni dagana 26. og 29. mars.

Af þeim sem tóku þátt í þeim tveimur leikjum vantar aðeins Ara Frey Skúlason og Birki Má Sævarsson sem ákváðu báðir að þeim loknum að leggja landsliðsskóna á hilluna, og Mikael Egil Ellertsson, sóknarmann SPAL á Ítalíu, sem hefur verið frá keppni undanfarnar vikur vegna meiðsla.

Hörður Björgvin Magnússon snýr aftur í landsliðið eftir eins árs fjarveru. Hann lék síðast gegn Þýskalandi og Liechtenstein í mars 2021 en varð síðan fyrir alvarlegum meiðslum og er nýkominn aftur inn í hóp rússneska liðsins CSKA.

Það er því nokkuð ljóst að Arnar telur sig vera búinn að finna þann kjarna leikmanna sem hann hyggst byggja á liðið fyrir Þjóðadeildina í sumar, og í framhaldi af því undankeppni Evrópumótsins 2024 á næsta ári.

Atli fyrir Ara Frey

Af þeim 22 leikmönnum sem fóru í janúarverkefnið og mættu Úganda og Suður-Kóreu í Tyrklandi eru aðeins fjórir í þessum hópi. Það eru tveir af þeim reyndustu, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason, og þeir Alfons Sampsted, sem hefur átt góðu gengi að fagna með Bodö/Glimt í Sambandsdeildinni í vetur, og Atli Barkarson, sem er nýkominn til SönderjyskE í Danmörku frá Víkingi og lék sína fyrstu landsleiki í janúar. Hann hefur verið færður upp úr 21 árs landsliðshópnum til að fylla skarð Ara Freys.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert