Ónýtur í tvo daga á eftir

Arnar Þór Viðarsson er betri á hliðarlínunni en á vellinum …
Arnar Þór Viðarsson er betri á hliðarlínunni en á vellinum þessa dagana. Ljósmynd/Robert Spasovski

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, spreytti sig á æfingu liðsins á Spáni í vikunni. Arnar, sem er orðinn 44 ára, lék á sínum tíma tæplega 500 deildaleiki með félagsliðum og 52 landsleiki á farsælum ferli.

Hann viðurkennir hins vegar að eiga lítinn möguleika gegn ungum og sprækum leikmönnum liðsins í dag.

„Skrokkurinn er alveg vonlaus og ég á ekki séns í þessa stráka sem betur fer. Þetta voru tíu mínútur þegar það vantaði einn og sem betur fer var þetta ekki meira því ég var ónýtur í tvo daga eftir,“ sagði Arnar léttur á blaðamannafundi landsliðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert