Jafnt gegn Finnum á Spáni

Birkir Bjarnason fyrirliði Íslands og markaskorari í leik gegn Finnum …
Birkir Bjarnason fyrirliði Íslands og markaskorari í leik gegn Finnum í Tampere árið 2017. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Íslenska karla­landsliðið í knatt­spyrnu gerði 1:1-jafn­tefli við það finnska í vináttu­lands­leik í Murcia á Spáni í dag. Ísland var sterk­ari aðil­inn í leikn­um og vantaði aðeins herslumun­inn til þess að tryggja sér sig­ur.

Leik­ur­inn fór afar ró­lega af stað en Finn­ar tóku for­yst­una á 12. mín­útu með fyrsta skoti leiks­ins og eina skoti Finna í fyrri hálfleik.

Ilm­ari Niskan­en fann þá Teemu Pukki í grennd við víta­teig­inn, hann hafði nóg pláss og tók bolt­ann með sér, fór af­skap­lega auðveld­lega fram­hjá Daní­el Leó Grét­ars­syni og renndi bolt­an­um svo snyrti­lega fram­hjá Rún­ari Alex Rún­ars­syni í marki Íslands.

Strax í næstu sókn fékk Ísland horn­spyrnu sem Þórir Jó­hann Helga­son tók en skalli Daní­els Leós fór yfir markið.

Í kjöl­farið gerðist lítið sem ekk­ert þar til að ís­lenska liðið fór að setja aukna pressu á Finna þegar rétt rúm­lega hálf­tími var liðinn af leikn­um.

Ísland fékk í kjöl­farið nokkr­ar horn­spyrn­ur og Jón Daði Böðvars­son átti svo hættu­legt skot í D-bog­an­um en Miro Ten­ho í vörn Finna gerði vel í að kom­ast fyr­ir það.

Tveim­ur mín­út­um síðar, á 38. mín­útu, komu Finn­ar þó eng­um vörn­um við þegar Jón Daði tók á rás rétt við víta­teig­inn hægra meg­in, lagði bolt­ann út á Birki sem hitti bolt­ann óaðfinn­an­lega úr D-bog­an­um með viðstöðulausu inn­an­fót­ar­skoti á lofti sem söng í blá­horn­inu, óverj­andi fyr­ir Jesse Joronen í marki Finn­lands.

Þetta var fimmtánda landsliðsmark Birk­is í hans 106. lands­leik.

Skömmu síðar, á 42. mín­útu, komst Jón Daði í gott skot­færi eft­ir lag­leg­an sam­leik við Jón Dag Þor­steins­son, náði hörku­skoti en Joronen gerði vel í að verja aft­ur fyr­ir.

Staðan var því 1:1 í hálfleik.

Íslenska liðið hóf síðari hálfleik­inn af viðlíka krafti og það endaði fyrri hálfleik­inn á.

Á 47. mín­útu komst Jón Daði upp hægri kant­inn af miklu harðfylgi, brotið var á hon­um en hann stóð upp og gaf fyr­ir á Jón Dag sem lagði bolt­ann út á Arn­ór Sig­urðsson sem var í mjög góðu skot­færi í teign­um en lagði bolt­ann í hliðarnetið ut­an­vert.

Tveim­ur mín­út­um síðar átti Þórir Jó­hann hörku­skot fyr­ir utan teig sem Joronen þurfti að hafa sig all­an við að verja til hliðar.

Á 54. mín­útu mátti minnstu muna að Jón Daði kæmi Íslandi yfir en hann náði þá ekki að teygja sig nægi­lega langt í flotta fyr­ir­gjöf Jóns Dags með jörðinni og táar­skotið rúllaði því til hliðar.

Á 65. mín­útu átti Þórir Jó­hann annað þrumu­skot fyr­ir utan víta­teig en Joronen varði það naum­lega aft­ur fyr­ir.

Þegar tæp­ur stund­ar­fjórðung­ur var eft­ir komust Finn­ar ná­lægt því að taka for­yst­una að nýju.

Varamaður­inn Mika­el Soisalo átti þá fyr­ir­gjöf frá hægri sem ann­ar varamaður, Joel Pohjan­palo, reyndi að skalla en hitti ekki bolt­ann, hann var hins veg­ar á leið í netið en Brynj­ar Ingi Bjarna­son náði ein­hvern veg­inn að bjarga á línu og koma bolt­an­um yfir markið og í horn­spyrnu.

Eft­ir þetta fjaraði leik­ur­inn nokk­urn veg­inn út og liðin sætt­ust því að lok­um á 1:1-jafn­tefli.

Næsti leik­ur Íslands er gegn heima­mönn­um á Spáni í La Cor­una næst­kom­andi þriðju­dags­kvöld. Þar verður einnig um vináttu­lands­leik að ræða.

Finn­land 1:1 Ísland opna loka
skorar Teemu Pukki (12. mín.)
Mörk
skorar Birkir Bjarnason (38. mín.)
fær gult spjald Rasmus Schüller (40. mín.)
fær gult spjald Benjamin Källman (72. mín.)
Spjöld
mín.
90 Leik lokið
+3 Leiknum lýkur með 1:1-jafntefli!
90
Að minnsta kosti tveimur mínútum verður bætt við venjulegan leiktíma.
90 Arnór Ingvi Traustason (Ísland) kemur inn á
90 Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) fer af velli
90 Leo Väisänen (Finnland) kemur inn á
90 Miro Tenho (Finnland) fer af velli
89 Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland) á skot framhjá
Flott fyrirgjöf Þóris Jóhanns á Svein Aron sem reynir klippu á lofti en færið ansi þröngt og skotið framhjá.
82 Ísland fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá.
81 Ísland fær hornspyrnu
Finnar koma boltanum frá.
76 Finnland fær hornspyrnu
Íslendingar koma henni frá.
76 Mikael Soisalo (Finnland) á skot sem er varið
Boltinn berst til Soisalo eftir hornspyrnuna, hann tekur skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
76 Finnland fær hornspyrnu
Þar munaði litlu! Soisalo með fyrirgjöf sem Pohjanpalo reynir að skalla en hittir ekki boltann, hann stefnir hins vegar í netið en Brynjar Ingi nær einhvern veginn að bjarga á línu og koma boltanum yfir markið!
73 Joel Pohjanpalo (Finnland) kemur inn á
73 Benjamin Källman (Finnland) fer af velli
73 Jere Uronen (Finnland) kemur inn á
73 Urho Nissilä (Finnland) fer af velli
73 Glen Kamara (Finnland) kemur inn á
73 Ilmari Niskanen (Finnland) fer af velli
73 Mikael Soisalo (Finnland) kemur inn á
73 Miska Ylitolva (Finnland) fer af velli
72 Benjamin Källman (Finnland) fær gult spjald
Teikar Kallman og tæklar svo niður.
71 Ísak B. Jóhannesson (Ísland) á skot sem er varið
Þrumuskot fyrir utan teig en beint á Joronen.
70 Andri Fannar Baldursson (Ísland) kemur inn á
70 Arnór Sigurðsson (Ísland) fer af velli
70 Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland) kemur inn á
70 Jón Daði Böðvarsson (Ísland) fer af velli
69 Finnland fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá.
65 Ísland fær hornspyrnu
Finnar koma henni frá.
65 Þórir Jóhann Helgason (Ísland) á skot sem er varið
Frábært skot langt fyrir utan teig sem Joronen ver naumlega aftur fyrir!
64 Teemu Pukki (Finnland) á skot sem er varið
Reynir skot úr teignum, það fer af varnarmanni og endar svo í öruggum höndum Rúnars Alex.
61 Ísak B. Jóhannesson (Ísland) kemur inn á
61 Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) fer af velli
61 Aron Elís Þrándarson (Ísland) kemur inn á
61 Birkir Bjarnason (Ísland) fer af velli
Fyrirliðinn og markaskorarinn fer af velli. Jón Daði tekur við fyrirliðabandinu.
55 Miska Ylitolva (Finnland) á skot sem er varið
Reynir skot fyrir utan teig en það fer í Daníel Leó. Ylitolva þessi er aðeins 17 ára gamall og er að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir Finnland.
54 Ísland fær hornspyrnu
Joronen kýlir hana frá.
54 Jón Daði Böðvarsson (Ísland) á skot framhjá
Dauðafæri! Jón Dagur með stórhættulega fyrirgjöf á nærstöngina þar sem Jón Daði teygir sig í boltann en nær ekki nægilega mikilli snertingu og skotið því til hliðar.
49 Þórir Jóhann Helgason (Ísland) á skot sem er varið
Þrumuskot fyrir utan teig sem Joronen þarf að hafa sig allan við að verja til hliðar!
47 Arnór Sigurðsson (Ísland) á skot framhjá
Dauðafæri! Frábært spil þar sem Jón Daði kemst upp hægri kantinn af miklu harðfylgi, gefur fyrir á Jón Dag sem leggur boltann út á Arnór sem er í opnu skotfæri í teignum en skýtur í hliðarnetið utanvert!
46 Seinni hálfleikur hafinn
Íslendingar hefja síðari hálfleikinn.
46 Atli Barkarson (Ísland) kemur inn á
Ein skipting hjá íslenska liðinu í hálfleik.
46 Hörður Björgvin Magnússon (Ísland) fer af velli
45 Hálfleikur
+1 Staðan er jöfn í leikhléi. Íslenska liðið var feikilega öflugt síðasta stundarfjórðunginn eftir hæga byrjun og uppskar glæsilegt jöfnunarmark.
42 Ísland fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá.
42 Jón Daði Böðvarsson (Ísland) á skot sem er varið
Frábærlega spilað hjá Jóni Degi og Jóni Daða, sá síðarnefndi nær hörkuskoti við vítateigslínuna sem Joronen ver laglega aftur fyrir!
40 Rasmus Schüller (Finnland) fær gult spjald
Kemur allt of seint í Birki.
38 MARK! Birkir Bjarnason (Ísland) skorar
1:1 Birkir jafnar metin fyrir Ísland! Jón Daði gerir mjög vel í að komast upp kantinn hægra megin, leggur boltann út á Birki sem tekur innanfótar skotið hálfpartinn á lofti við vítateigslínuna og hittir boltann stórkostlega, hann steinliggur í hægra horninu!
36 Arnór Sigurðsson (Ísland) á skot sem er varið
Boltinn berst til Arnórs sem rekur boltann inn í teig og tekur vinstri fótar skot en það fer í varnarmann.
36 Jón Daði Böðvarsson (Ísland) á skot sem er varið
Kemur sér í góða skotstöðu í D-boganum eftir vel útfærða sókn en Tenho gerir vel í að henda sér fyrir skotið.
33 Ísland fær hornspyrnu
Joronen kýlir hana frá.
32 Ísland fær hornspyrnu
Hún er skölluð aftur fyrir. Önnur hornspyrna.
31 Finnland fær hornspyrnu
Rúnar Alex kýlir hana frá.
27 Ísland fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá og svo er dæmd aukaspyrna á Jón Dag.
18
Pukki skoraði úr eina skoti Finna til þessa.
13 Daníel Leó Grétarsson (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Þórir Jóhann með hnitmiðaða hornspyrnu frá hægri, beint á kollinn á Daníel Leó sem nær fínum skalla en hann fer naumlega yfir markið!
13 Ísland fær hornspyrnu
12 MARK! Teemu Pukki (Finnland) skorar
1:0 Finnar taka forystuna! Niskanen finnur Pukki við vítateiginn, hann fer afskaplega auðveldlega framhjá Daníel Leó og klárar svo mjög snyrtilega framhjá Rúnari Alex. Þetta var allt of auðvelt fyrir Finna.
4
Þetta fer rólega af stað. Daníel Leó fellur við í teignum og það virtist brotið á honum en þess í stað er dæmt á Íslendinga. Það virðist sem betur fer í lagi með Daníel Leó.
1 Leikur hafinn
Finnar byrja með boltann.
0
Liðin eru komin á völlinn og nú eru þjóðsöngvarnir spilaðir. Það er byrjað á Lofsöngnum.
0
Þetta er fjórtánda viðureign A-landsliða Íslands og Finnlands. Finnar voru fyrstu andstæðingarnir sem Íslendingar unnu í landsleik, 2:0 á Melavellinum árið 1948 með tveimur mörkum Ríkharðs Jónssonar. Ísland hefur unnið fjóra leiki þjóðanna en Finnar sjö og tvisvar hafa liðin skilið jöfn. Liðin voru saman í riðli fyrir undankeppni HM 2018 og unnu sinn leikinn hvort. Ísland vann 3:2 á Laugardalsvelli þar sem Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson skoruðu í uppbótartíma leiksins, en Finnar hefndu fyrir það með 1:0 sigri í Tampere.
0
Finnar og Íslendingar eru á sömu slóðum á heimslista FIFA um þessar mundir. Finnar eru í 57. sæti og Íslendingar í 60. sæti. Innan Evrópu eru liðin númer 29 og 31 af 55 þjóðum.
0
Ísland mætir Finnlandi í vináttulandsleik í Murcia á Spáni en þetta er fyrri leikurinn af tveimur hjá íslenska liðinu í þessari ferð. Sá seinni er gegn Spáni í La Coruna á þriðjudagskvöldið.
Sjá meira
Sjá allt

Finnland: (5-3-2) Mark: Jesse Joronen. Vörn: Miska Ylitolva (Mikael Soisalo 73), Sauli Väisänen, Miro Tenho (Leo Väisänen 90), Daniel O'Shaughnessy, Ilmari Niskanen (Glen Kamara 73). Miðja: Robin Lod, Rasmus Schüller, Urho Nissilä (Jere Uronen 73). Sókn: Teemu Pukki, Benjamin Källman (Joel Pohjanpalo 73).
Varamenn: Carljohan Eriksson (M), Lukás Hrádecký (M), Leo Väisänen, Robert Ivanov, Glen Kamara, Santeri Hostikka, Lucas Lingman, Nikolai Alho, Jere Uronen, Marcus Forss, Joel Pohjanpalo, Mikael Soisalo.

Ísland: (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson. Vörn: Alfons Sampsted, Brynjar Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Hörður Björgvin Magnússon (Atli Barkarson 46). Miðja: Þórir Jóhann Helgason, Birkir Bjarnason (Aron Elís Þrándarson 61), Stefán Teitur Þórðarson (Ísak B. Jóhannesson 61). Sókn: Arnór Sigurðsson (Andri Fannar Baldursson 70), Jón Daði Böðvarsson (Sveinn Aron Guðjohnsen 70), Jón Dagur Þorsteinsson (Arnór Ingvi Traustason 90).
Varamenn: Patrik Sigurður Gunnarsson (M), Ingvar Jónsson (M), Höskuldur Gunnlaugsson, Atli Barkarson, Ari Leifsson, Ísak B. Jóhannesson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Albert Guðmundsson, Aron Elís Þrándarson, Andri Fannar Baldursson, Andri Lucas Guðjohnsen, Arnór Ingvi Traustason.

Skot: Finnland 4 (4) - Ísland 11 (7)
Horn: Ísland 9 - Finnland 4.

Lýsandi: Gunnar Egill Daníelsson
Völlur: Estadio Roca de Murcia, Spáni

Leikur hefst
26. mars 2022 16:00

Aðstæður:
14 gráðu hiti og léttskýjað. Völlurinn lítur vel út.

Dómari: Fedayi San, Sviss
Aðstoðardómarar:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert