Arnar Þór Viðarsson þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta mætir með reynsluminni hóp í landsleikina fjóra í júnímánuði en þegar liðið lék vináttulandsleikina við Finna og Spánverja á Spáni í mars.
Ísland leikur við Ísrael og Albaníu í Þjóðadeild UEFA, Ísraelsmenn úti 2. júní og heima 13. júní og Albani heima 6. júní, og spilar auk þess vináttulandsleik í San Marínó 10. júní.
Tveir af þeim leikjahæstu úr marsverkefninu, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason, verða ekki með.
Þessir leikir passa illa fyrir Jón Daða sem hefur verið í fríi frá því í lok apríl þegar Bolton lauk keppni á Englandi og Arnór á leik með New England í bandarísku MLS-deildinni snemma í júní. Þá er Hjörtur Hermannsson upptekinn í umspili með Pisa á Ítalíu.
Sem fyrr er það fyrirliðinn Birkir Bjarnason sem dregur vagninn hvað varðar reynsluna og tengingu við árangur landsliðsins á síðasta áratug. Birkir mun halda áfram að bæta landsleikjametið og gæti verið kominn með 111 landsleiki að þessum fjórum leikjum loknum. Albert Guðmundsson er orðinn þriðji leikjahæstur í hópnum á eftir Birki og Herði Björgvini Magnússyni.
Fréttaskýringin er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag