Arnar ætlaði að velja Jóhann og Sverri

Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki spilað með landsliðinu að undanförnu.
Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki spilað með landsliðinu að undanförnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu sagði á fréttamannafundi KSÍ að hann hefði ætla að velja Jóhann Berg Guðmundsson og Sverri Inga Ingason í hópinn fyrir leikina gegn Venesúela og Albaníu.

Þeir hafa ekki leikið með landsliðinu í nokkuð langan tíma en báðir voru lengi frá vegna meiðsla á síðasta tímabili og Sverrir gaf síðan ekki kost á síðar í liðið.

Arnar sagði að Jóhann Berg hefði ekki getað komið í þetta verkefni vegna meiðsla og Sverrir Ingi vegna veikinda í fjölskyldunni.

Þá kom fram að Arnór Ingvi Traustason hefði ekki gefið kost á sér vegna flutninga frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar og að Jón Daði Böðvarsson væri að stíga upp úr meiðslum og hefði ekki spilað undanfarinn mánuð með Bolton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert