Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu sagði á fréttamannafundi KSÍ að hann hefði ætla að velja Jóhann Berg Guðmundsson og Sverri Inga Ingason í hópinn fyrir leikina gegn Venesúela og Albaníu.
Þeir hafa ekki leikið með landsliðinu í nokkuð langan tíma en báðir voru lengi frá vegna meiðsla á síðasta tímabili og Sverrir gaf síðan ekki kost á síðar í liðið.
Arnar sagði að Jóhann Berg hefði ekki getað komið í þetta verkefni vegna meiðsla og Sverrir Ingi vegna veikinda í fjölskyldunni.
Þá kom fram að Arnór Ingvi Traustason hefði ekki gefið kost á sér vegna flutninga frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar og að Jón Daði Böðvarsson væri að stíga upp úr meiðslum og hefði ekki spilað undanfarinn mánuð með Bolton.