Svara gagnrýni um ójafnt kynjahlutfall

Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari í kvennaflokki.
Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari í kvennaflokki. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni á auglýsingu Bestu deildanna sem frumsýnd var á kynningarfundi Bestu deildar karla í síðustu viku.

Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna gagnrýndi ójafnt kynjahlutfall í auglýsingunni en í samantekt samtakanna kemur meðal annars fram að einungis 12% leiikmanna eða þjálfara í auglýsingunni eru tengdir Bestu deild kvenna.

„ÍTF tekur til sín þá gagnrýni um að huga betur að jafnrétti í markaðsefni Bestu deildar,“ segir í tilkynningu ÍTF.

„Markmiðið með auglýsingunni var að gera báðum kynjum jafnhátt undir höfði eins og í öllu okkar markaðsefni. Ábendingar um hvað betur megi fara eru af hinu góða og eru því alltaf vel þegnar,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Yfirlýsing ÍTF:

Í ljósi umfjöllunar um auglýsingu Bestu deildar vill ÍTF koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri.

ÍTF tekur til sín þá gagnrýni um að huga betur að jafnrétti í markaðsefni Bestu deildar. Markmiðið með auglýsingunni var að gera báðum kynjum jafnhátt undir höfði eins og í öllu okkar markaðsefni. Ábendingar um hvað betur megi fara eru af hinu góða og eru því alltaf vel þegnar. Við munum bregðast við og taka ábendingunni og vanda okkur í komandi markaðsefni fyrir Bestu deildir karla og kvenna.

Áfram íslenskur fótbolti!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert