Knatttspyrnumaðurinn Alberto Sánchez, leikmaður Kormáks/Hvatar, var úrskurðaður í fjögurra leikja bann af KSÍ fyrir að bíta andstæðing sinn í fótinn í leik gegn Kára á Akranesi á sunnudaginn var.
Sánchez fékk rauða spjaldið á 22. mínútu fyrir að bíta Hilmar Halldórsson, leikmann Kára, þegar þeir féllu báðir í vítateig norðanmanna.
Leikmaður Kára, Marinó Hilmar Ásgeirsson, fékk svo rauða spjaldið fyrir að rífa Sánchez ofan af samherja sínum. Hann fær tveggja leikja bann.
Þá fékk Ismael Moussa Yann Trevor, leikmaður Kormáks/Hvatar, tveggja leikja bann vegna brottvísunar og Mateo Rodriguez liðsfélagi hans fékk eins leiks bann vegna brottvísunar.
Teitur Pálsson, leikmaður Kára, fær svo einnig eins leiks bann vegna brottvísunar.