„Það tók smá tíma að innprenta það í menn en Lars [Lagerbäck] var fljótur að heilaþvo okkur eins og hefur oft verið talað um,“ sagði knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í fótbolta.
Birkir Már, sem er 38 ára gamall, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2021 en hann var hluti af gullaldarliði Íslands sem fór á tvö mót og lék alls 103 A-landsleik fyrir Ísland.
„Hugsunarhátturinn var sá að við værum að fara vinna þennan leik, sama hver mótherjinn var,“ sagði Birkir Már.
„Eftir nokkra leiki var þetta orðið innstimplað í okkur og það kom enginn á Laugardalsvöll og gerði eitthvað án þess að þurfa hafa mjög mikið fyrir því,“ sagði Birkir Már meðal annars.
Umræðan um komandi landsleiki og íslenska karlalandsliðið hefst á 7. mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.