Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson kveðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot, en hann var kærður fyrir slíkt á dögunum, eins og mbl.is hefur fjallað um í dag.
Ítalski miðilinn Il Secolo XIX fjallar um málið í dag og segir frá samræðum Alberts við forráðamenn Genoa, þar sem hann hefur leikið frá því á síðasta ári.
Tjáði hann yfirmönnum sínum að hann væri saklaus og ekkert væri til í ásökunum um annað. Ekki er víst hvort málið hafi áhrif á feril Alberts með Genoa að svo stöddu.