Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg í 5. umferð í J-riðli undankeppni EM 2024 í knattspyrnu.
Hareide gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik, 0:1 tapi fyrir Portúgal í undankeppninni í júní.
Kolbeinn Birgir Finnsson, Hákon Arnar Haraldsson og Sævar Atli Magnússon koma inn í byrjunarliðið í stað Sverris Inga Ingasonar, Alberts Guðmundssonar og Willums Þórs Willumssonar, sem tekur út leikbann.
Byrjunarlið Íslands (4-4-2):
Mark: Rúnar Alex Rúnarsson.
Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Guðlaugur Victor Pálsson, Hörður Björgvin Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson.
Miðja: Hákon Arnar Haraldsson, Arnór Ingvi Traustason, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Dagur Þorsteinsson.
Sókn: Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason.