„Beint í landsliðið með Gylfa“

Gylfi Þór Sigurðsson á að baki 78 A-landsleiki þar sem …
Gylfi Þór Sigurðsson á að baki 78 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 25 mörk. Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Beint í landsliðið með Gylfa,“ sagði Jóhann Ingi Hafþórsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um knattspyrnumanninn. 

Samgleðst honum

Gylfi Þór, sem er 34 ára gamall, lék sinn fyrsta keppnisleik í meira en tvö ár í gær þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Lyngby í 1:1-jafntefli liðsins gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í Kaupmannahöfn.

Gylfi Þór gekk til liðs við danska félagið í lok ágústmánaðar en hann á að baki 78 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 25 mörk.

„Ég sá viðtal við hann á fimmtudaginn þar sem hann var spurður við hverju fólk mætti búast og hann sagðist ekki hafa hugmynd um það þar sem hann vissi ekkert hvað hann gæti lengur,“ sagði Jóhann Ingi.

„Það verður fróðlegt að fylgjast með endurkomunni og ég samgleðst honum og knattspyrnuáhugamönnum landsins að fá hann aftur,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert