Engin ástæða til að hleypa honum aftur út

Åge Hareide.
Åge Hareide. mbl.is/Óttar Geirsson

Þegar Norðmaðurinn Åge Hareide skrifaði undir samning við Knattspyrnusamband Íslands í vor og tók við sem þjálfari karlalandsliðsins var hann ráðinn til loka yfirstandandi undankeppni Evrópumótsins.

Með þeirri viðbót að ef Ísland kæmist í lokakeppni EM 2024 myndi samningurinn framlengjast þar til keppninni lyki.

ætti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, að drífa í að ganga frá nýjum samningi og ráða Hareide strax til næstu tveggja eða fjögurra ára.

Þegar þjálfari í þessum gæðaflokki er kominn inn fyrir dyrnar í Laugardalnum er engin ástæða til að hleypa honum aftur út.

Jákvæð áhrif Norðmannsins á íslenska liðið voru sjáanleg strax í leikjunum í júní og frekara handbragð hans á liðinu hefur smám saman komið betur og betur í ljós í leikjum haustsins.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka