Vill fá Íslending í staðinn fyrir Åge

Åge Hareide hefur haft jákvæð áhrif á íslenska landsliðið.
Åge Hareide hefur haft jákvæð áhrif á íslenska landsliðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Geir Þor­steins­son, fyrr­ver­andi formaður KSÍ, vill að stjórn sam­bands­ins ráði Rún­ar Krist­ins­son sem næsta landsliðsþjálf­ara karla­landliðsins.

Rún­ar er án starfs sem stend­ur, eft­ir að for­ráðamenn KR tóku þá ákvörðun að fram­lengja ekki samn­ing hans við fé­lagið.

Normaður­inn Åge Harei­de er nú­ver­andi landsliðsþjálf­ari, en Geir vill að Rún­ar taki við af þeim norska fljót­lega.

Geir birti sína skoðun á Face­book í pistli sem sjá má hér fyr­ir neðan:

Rún­ar Krist­ins­son í landsliðið. 

Nei, ekki er ég að leggja til að Rún­ar dragi fram skóna, en þetta hefði í sjálf­um sér verið fá­rán­leg fyr­ir­sögn áður fyrr enda Rún­ar fastamaður í landsliðinu á sín­um ferli sem leikmaður. En ef allt er lagt sam­an og metið, staða landsliðsins og upp­bygg­ing, reynsla Rún­ars sem leik­manns í landsliði og at­vinnu­manns, reynsla Rún­ars sem þjálf­ara og ár­ang­ur og síðast en ekki síst staða KSÍ.

Þá er það ör­ugg og góð leið fyr­ir ís­lenska knatt­spyrnu að Rún­ar taki við landsliðinu. Það er góður kost­ur að fá Rún­ar sem landsliðsþjálf­ara, hann er á lausu og get­ur tekið við um ára­mót eða eft­ir um­spils­leik­ina í mars (þekki ekki samn­ing við nú­ver­andi þjálf­ara). Áfram Ísland!

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka