Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson er ekki í leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Aron kom inn á sem varamaður í 4:2 tapi gegn Slóvakíu í síðasta leik og spilaði sinn 103. landsleik en hann lék síðast fyrir félagslið sitt Al-Arabi í maí síðastliðnum.
Þeir Daníel Leó Grétarsson og Andri Fannar Baldursson eru báðir á leikskýrslu UEFA fyrir leikinn sem var birt í morgun en en þeim var bætt við hópinn á föstudaginn. Þeir koma þá í stað Arons og Hákons Arnars Haraldssonar sem þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla
Ísland mætir Portúgal klukkan 19:45 í kvöld í Lissabon í Portúgal.