Sex breytingar á byrjunarliði Íslands

Hákon Rafn Valdimarsson byrjar í markinu.
Hákon Rafn Valdimarsson byrjar í markinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, gerir sex breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal í kvöld. Íslenska liðið tapaði fyrir Slóvakíu, 4:2, á útivelli á fimmtudaginn var.

Hákon Rafn Valdimarsson kemur inn í markið, Hjörtur Hermannsson og Guðmundur Þórarinsson í vörnina, Ísak Bergmann Jóhannesson á miðjuna og Jón Dagur Þorsteinsson og Alfreð Finnbogason í sóknarlínuna. 

Elías Rafn Ólafsson, Alfons Sampsted, Kolbeinn Birgir Finnsson, Arnór Ingvi Traustason, Kristan Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson detta úr liðinu. Arnór Ingvi er að glíma við meiðsli.

Byrjunarlið Íslands:

Mark: Hákon Rafn Valdimarsson.

Vörn: Hjörtur Hermannsson, Sverrir Ingi Ingason, Guðlaugur Victor Pálsson, Guðmundur Þórarinsson.

Miðja: Arnór Sigurðsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Willum Þór Willumsson.

Sókn: Jón Dagur Þorsteinsson, Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert