Möguleikar Íslands sagðir rúm 5 prósent

Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu gegn Bosníumönnum sem eru í …
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu gegn Bosníumönnum sem eru í B-riðli í umspilinu eins og Íslendingar. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísland á aðeins 5,6 prósent möguleika á að vinna B-riðil umspilsins og tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í fótbolta 2024, ef marka má útreikninga We Global Football, vefsíðu sem sérhæfir sig í spám og mati á liðum.

We Global Football telur að Úkraína sé langsigurstranglegust í B-riðlinum en Wales vinni A-riðilinn og Grikkland C-riðilinn. Niðurstaða vefsíðunnar er sem hér segir:

A-riðill:
Wales 44,5%
Pólland 34,6%
Finnland 17,7%
Eistland 3,2%

B-riðill:
Úkraína 63,3%
Ísrael 19,3%
Bosnía 11,8%
Ísland 5,6%

C-riðill:
Grikkland 46,2%
Georgía 42,7%
Lúxemborg 7,4%
Kasakstan 3,7%

Vefsíðan Football Rankings er á svipuðum nótum og telur möguleika Íslands vera 6 prósent á meðan Úkraína fær þar 57 prósent líkur, Ísrael og Bosnía 18 prósent hvor þjóð. Hún er sammála því að Úkraína, Wales og Grikkland hreppi EM-sætin þrjú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert