Óþægilega mikil hrútalykt úr höfuðstöðvum KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz láta báðar af störfum hjá …
Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz láta báðar af störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands í lok mánaðarins. mbl.is/Eyþór Árnason

Kosið verður um nýj­an formann Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands á 78. ársþingi KSÍ sem fram fer í íþróttamiðstöðinni í Úlfarsár­dal laug­ar­dag­inn 24. fe­brú­ar. Guðni Bergs­son, Vign­ir Már Þormóðsson og Þor­vald­ur Örlygs­son gefa all­ir kost á sér í embætti for­manns KSÍ.

Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, frá­far­andi formaður sam­bands­ins, gef­ur ekki kost á sér í embættið eft­ir tvö ár í starfi. Þá mun Klara Bjart­marz, sem hef­ur starfað fyr­ir hreyf­ing­una und­an­far­in 30 ár og verið fram­kvæmda­stjóri KSÍ í níu ár, einnig láta af störf­um í lok fe­brú­ar. Sömu sögu er að segja um Borg­hildi Sig­urðardótt­ur, sem gef­ur ekki kost á sér til setu í stjórn KSÍ, en hún hef­ur verið vara­formaður sam­bands­ins und­an­far­in ár.

Það er því ljóst að kon­um inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar fer mjög fækk­andi. Helga Helga­dótt­ir og Tinna Hrund Hlyns­dótt­ir sitja þó áfram og verða einu kon­urn­ar í stjórn­inni en sjö karl­menn berj­ast nú um fjög­ur laus sæti í stjórn­inni.

Karl­menn eru ágæt­ir en knatt­spyrnu­hreyf­ing­in þarf á kon­um að halda og eft­ir næsta ársþing sam­bands­ins er ljóst að hrúta­lykt­in verður óþægi­lega mik­il úr höfuðstöðvum KSÍ.

Það er skort­ur á kven­kynsþjálf­ur­um og það er líka skort­ur á kven­kyns­dómur­um. Af hverju ættu kon­ur að vilja þjálfa eða dæma ef kon­ur fást ekki til þess að gegna stjórn­ar­störf­um hjá stærsta sér­sam­band­inu?

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: Vá!

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka