Óþægilega mikil hrútalykt úr höfuðstöðvum KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz láta báðar af störfum hjá …
Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz láta báðar af störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands í lok mánaðarins. mbl.is/Eyþór Árnason

Kosið verður um nýjan formann Knattspyrnusambands Íslands á 78. ársþingi KSÍ sem fram fer í íþróttamiðstöðinni í Úlfarsárdal laugardaginn 24. febrúar. Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson gefa allir kost á sér í embætti formanns KSÍ.

Vanda Sigurgeirsdóttir, fráfarandi formaður sambandsins, gefur ekki kost á sér í embættið eftir tvö ár í starfi. Þá mun Klara Bjartmarz, sem hefur starfað fyrir hreyfinguna undanfarin 30 ár og verið framkvæmdastjóri KSÍ í níu ár, einnig láta af störfum í lok febrúar. Sömu sögu er að segja um Borghildi Sigurðardóttur, sem gefur ekki kost á sér til setu í stjórn KSÍ, en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár.

Það er því ljóst að konum innan knattspyrnuhreyfingarinnar fer mjög fækkandi. Helga Helgadóttir og Tinna Hrund Hlynsdóttir sitja þó áfram og verða einu konurnar í stjórninni en sjö karlmenn berjast nú um fjögur laus sæti í stjórninni.

Karlmenn eru ágætir en knattspyrnuhreyfingin þarf á konum að halda og eftir næsta ársþing sambandsins er ljóst að hrútalyktin verður óþægilega mikil úr höfuðstöðvum KSÍ.

Það er skortur á kvenkynsþjálfurum og það er líka skortur á kvenkynsdómurum. Af hverju ættu konur að vilja þjálfa eða dæma ef konur fást ekki til þess að gegna stjórnarstörfum hjá stærsta sérsambandinu?

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert