Ísraelar sóttu hart að þjálfara Íslands

Åge Hareide var þungur á brún undir sumum spurningum Ísraelsmannanna …
Åge Hareide var þungur á brún undir sumum spurningum Ísraelsmannanna en svaraði þeim vel og lipurlega. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ísra­elsk­ir frétta­menn sóttu hart að Åge Harei­de, landsliðsþjálf­ara Íslands, frétta­manna­fundi á Szouza Ferenc-leik­vang­in­um í Búdapest í dag.

Þar voru hann og Jó­hann Berg Guðmunds­son mætt­ir til að ræða leik­inn við Ísra­el í um­spil­inu fyr­ir EM sem fram fer annað kvöld en Ísra­els­menn­irn­ir spurðu hann tals­vert út í um­mæli sem höfð voru eft­ir Harei­de þar sem hann sagði m.a. að hann hefði helst ekki viljað spila gegn Ísra­el.

Þar sem mál­frelsi rík­ir

Spurður af ísra­elsk­um frétta­manni hvort hann sæi eft­ir þess­um um­mæl­um sín­um svaraði Norðmaður­inn:

„Ég kem frá þjóð þar sem mál­frelsi rík­ir og maður má segja sín­ar skoðanir. Hvað þetta varðar held ég að sumt sem ég sagði hafi skol­ast til í þýðing­um og tekið úr sam­hengi. Ég hef áhuga á stjórn­mál­um, ég veit allt um gíslatök­una, og ég sagði líka síðar að það ætti að frelsa gísl­ana, hætta stríðsátök­um og koma á friði. Ég kem frá friðsamri þjóð og tek ekki af­stöðu í póli­tík. Við spil­um gegn knatt­spyrnu­mönn­um og það skipt­ir mestu máli. Marg­ir leik­manna Ísra­els hafa spilað víðs veg­ar um Evr­ópu og ég hef ekki neitt á móti þeim.“

Mis­skilst oft í þýðing­um

Skil­urðu hvað Ísra­els­menn hafa gengið í gegn­um, muntu taka í hönd þeirra fyr­ir og eft­ir leik­inn á morg­un?

„Já, auðvitað. Þetta eru knatt­spyrnu­menn eins og við og ég tel ekki rétt að fara út í póli­tísk­ar umræður í kring­um þenn­an leik. Þær mis­skilj­ast oft í þýðing­um. Ég vildi bara segja, við spil­um fót­bolta og þurf­um að spila þenn­an leik. Það er fyr­ir löngu búið að skipu­leggja mót­in og leik­ina og við viss­um ekki hverj­um við mynd­um mæta. Við erum líka að fara að spila við ísra­elska fót­bolta­menn, ekki við ísra­elsku þjóðina, það skipt­ir mestu máli.“

Þá myndi ég finna mér aðra vinnu

Hverju hef­urðu mest­ar áhyggj­ur af varðandi lið Ísra­els?

„Ég hef vana­lega aldrei áhyggj­ur af nein­um mót­herj­um. Þá myndi ég finna mér aðra at­vinnu.“

Er minni pressa á þér en þjálf­ara Ísra­els?

„Nei, ég held að það sé sama pressa á báðum liðum. Bæði lið eiga gott tæki­færi á að kom­ast áfram, þetta eru undanúr­slit og úr­slita­leik­ur í húfi. Press­an er því sú sama. Ég veit ekki hvort sé meiri pressa á Ísra­el.“

Leiðin­legt að geta ekki spilað á heima­velli

Finn­urðu til með þjálf­ara og leik­mönn­um Ísra­els að geta ekki spilað þenn­an heima­leik á heima­velli?

„Já, al­gjör­lega. Staðan er bara svona, Macca­bi Tel Aviv og Macca­bi Haifa hafa þurft að spila Evr­ópu­leiki á úti­völl­um. Þeir áttu að vera á heima­velli en fá það ekki sem er leiðin­legt. Ég finn til með leik­mönn­um og þjálf­ara ísra­elska liðsins. Það hefði ekki verið neitt mál fyr­ir okk­ur að spila í Ísra­el ef það hefði verið leyft af ör­ygg­is­ástæðum," sagði Åge Harei­de.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert