Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur opinberað byrjunarliðið fyrir leik Íslands gegn Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir lokamót EM. Leikið er í Búdapest í kvöld.
Norðmaðurinn gerir fimm breytingar frá síðasta keppnisleik, sem var gegn Portúgal á útivelli í undankeppninni.
Daníel Leó Grétarsson kemur inn í vörnina og þeir Hákon Arnar Haraldsson og Arnór Ingvi Traustason koma inn á miðsvæðið. Þá eru þeir Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson fremstu menn.
Hjörtur Hermannsson, Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Jóhann Berg Guðmundsson og Albert Finnbogason byrjuðu gegn Portúgal, en ekki í kvöld.
Mark: Hákon Rafn Valdimarsson
Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson.
Miðja: Willum Þór Willumsson, Hákon Arnar Haraldsson, Arnór Ingvi Traustason, Arnór Sigurðsson.
Sókn: Albert Guðmundsson, Orri Steinn Óskarsson.